Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 23.-29. apríl 2011

Föstudagur 29. apríl

Kl.9:15 hitti ég, á Alþingi, fulltrúa úr utanríkisráðuneyti Svíþjóðar sem eru hér á landi að undirbúa Svía fyrir formennsku í Norðurskautsráðinu.

Kl.12:15-13:30 var fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness, þar sem teknir voru inn nýir félagar.

Fimmtudagur 28. apríl

Nýtti daginn m. a. í að vinna í gögnum fyrir stjórn Norræna menningarsjóðsins.

Um kvöldið var lokafrestur til að koma með athugasemdir við styrkumsóknir sjóðsins á netinu.

Miðvikudagur 27. apríl

Í dag fór Hákon í munnlegt dönskupróf.

Allur bekkurinn mætti í prófið kl.8, en var vísað frá þar sem próftíminn var kl.13.

Gafst því stuttur viðbótartími til lesturs.

Þriðjudagur 26. apríl

Dagurinn fór í útréttingar.

Um kvöldið fór ég í göngu með Hildi systur.

Mánudagur 25. apríl

Dagurinn nýttist að hluta í að vinna í pappírum.

Fór um miðjan daginn í göngu með Heiði á Ásfjall og í kringum Ástjörn.

Um kvöldið komu Húni, Elín Björk, Hákon og mamma í mat til mín.

Sunnudagur 24. apríl

Um miðjan daginn lá leiðin heim.

Bauð mömmu í páskamat um kvöldið.

Laugardagur 23. apríl

Dagurinn nýttist með hluta fjölskyldunnar í páskaferð á Snæfellsnesi.

Árni bróðir var með í för en hann eldaði eitt besta lambalæri sem ég hef smakkað nokkru sinni, kryddað með ansjósum, hvítlauk og rósmarín.