Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 16.-22.apríl 2011

Föstudagur 22. apríl

Dagurinn nýttist í hvíld og lestur blaða.

Í dag fóru norskir frændur mínir að dytta að leiði móðurömmu og móðurafa, Inger Marie Juhlin og Arne Juhlin, í Bekkelagets kirkegård í Ósló.

Fimmtudagur 21. apríl

Fór í Garðheima til að versla vegna kryddplönturæktunarinnar.

Umpottaði síðan basilíkum- og kóríanderplöntunum mínum.

Miðvikudagur 20. apríl

Um morguninn las ég yfir blaðaviðtalið sem ég fór í í gær.

Í hádeginu komu Húni, Elín Björk og Hákon í kjúkling til mín.

Um kvöldið skrapp ég til Heiðar.

Þriðjudagur 19. apríl

Kl.9:30 fór ég í blaðaviðtal.

Í hádeginu var ég á vinnufundi.

Kl.14:30 var myndataka.

Kl.15 undirritaði ég þrenn lög, sem einn af varaforsetum Alþingis.

Kl.15:30 fór ég með Hákon til tannlæknis.

Kl.20 var ég viðstödd opnun sýningar á verkum Barböru Árnason í Gerðarsafninu.

Mánudagur 18. apríl

Dagurinn fór í allskyns útréttingar.

Um kvöldið gafst tími til að fara í mat til Ingunnar systur og co þar sem borðaðir voru afgangar úr fermingarveislunni hans Simma.

Sunnudagur 17. apríl

Kl.11 var systursonur minn, Sigmundur Árni Sigurgeirsson, fermdur í Hafnarfjarðarkirkju.

Kl.13:30 var fermingarveisla hans haldin í Frímúrarahúsinu í Hafnarfirði.

Í dag var ,í kvöldfréttum rúv, fjallað um viðtal við mig sem birtist í blöðunum Reykjavík og Hafnarfjörður.

Hér er linkur á skrifaða frétt af ruv.is um hana.

Hér er linkur á útvarpsfréttina.

Í gær birti Mogginn teiknaða "skopmynd" af mér í líki vændiskonu, en talsvert hefur verið fjallað um hana í fjölmiðlum.

Hef ég kosið að tjá mig ekki um þetta mál, allavega ekki í dag.

Laugardagur 16. apríl

Kl.15:30 var fermingarveisla systursonar míns, Þóris Guðmundar Þorbjarnarsonar haldin.

Kl.17 sýndi ég Eyrith Guttesen Leyni og fjölskyldu hennar Alþingi.

Eyrith er formaður Norræna félagsins í Færeyjum.