Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 9.-15.apríl 2011

Fimmtudagur 14. apríl

Kl.10:30 hófst þingfundur.

Kl.12 var rótarýfundur á Hótel Sögu.

Kl.18:45 var mæting í smink á rúv-sjónvarpi.

Kl.19:25 vorum við Ólöf Nordal og Katrín Jakobsdóttir í Kastljósinu að ræða veika stöðu ríkisstjórnar Samfylkingar og Vg eftir atkvæðagreiðslu um vantrausttillöguna á hana í gær.

Síðan skrapp ég til Siggu og Golla, en Sigga varð sextug í gær.

Miðvikudagur 13. apríl

Kl.13 var þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Kl.16 hófst fundur á Alþingi þar sem rædd var vantrauststillaga Sjálfstæðismanna á ríkisstjórnina.

Kl.21 hófust atkvæðagreiðslur á Alþingi um vantrausttillöguna.

Vantrausttillagan var felld.

Hér er fyrri atkvæðaskýring mín við vantrausti og svo sú seinni við þingrofi.

Hér eru sömu atkvæðaskýringar í sjónvarpsútsendingu, hin fyrri og hin síðari.

Þriðjudagur 12. apríl

Kl.7:30 vorum við Margrét Tryggvadóttir og Birgir Ármannsson, alþingismenn, í beinni útsendingu á rúv-útvarpi um stöðu íslenskra stjórnmála eftir að icesave 3 var fellt í þjóðaratkvæðagreiðslunni sl. laugardag.

Hér er frétt af ruv.is úr umræðunum þar sem fram kemur að ég telji að Framsóknarflokkurinn eigi að fara inn í ríkisstjórn við þær aðstæður sem nú eru uppi.

Hér er frétt af eyjan.is um sama mál og af mbl.is.

Kl.13 var þingflokksfundur framsóknarmanna.

Kl.15:30 fór ég í blaðaviðtal.

Kl.16:30-18.00 var fyrri vakt mín á forsetastóli og kl.20:0-21:30 sú seinni.

Mánudagur 11. apríl

Kl.11-12 var fundur forsætisnefndar Alþingis.

Kl.13 var þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Kl.15 skrapp ég með Hákon til læknis.

Kl.18:45 komst fyrirspurn mín, um hve mörg störf verða til á byggingartíma nýs Landspítala-háskólasjúkrahúss, á dagskrá Alþingis.

Kl.20 hófst stofnfundur Evrópuvettvangsins(EVA) á Grandhótelinu.

EVA er vettvangur fólks sem styður aðildarferlið við ESB án þess að taka fyrirframgefna afstöðu til þess hvort Ísland skuli gerast aðili að ESB eða ekki.

Sunnudagur 10. apríl

Kl.9 hófst flokksþingið á afgreiðslu mála.

Unnur Stefánsdóttir var sæmd Jafnréttisviðurkenningu flokksins í þakklætisskyni fyrir árangursrík störf hennar að þeim málum innan og utan flokksins.

Um miðjan daginn lauk flokksþinginu.

Um kvöldið borðuðu Hákon, Elín Björk og Húni hjá mér.

Laugardagur 9. apríl

Kl.9 hófust almennar umræður á flokksþinginu.

Kl.13 var forysta flokksins kjörin.

Síðan voru nefndarstörf og afgreiðsla mála.

Hart var tekist á um stefnu flokksins í aðilarviðræðum við ESB.

Kl.19:45 var kvöldverðarhóf flokksþings haldið í Súlnasal.

Í dag var þjóðaratkvæðagreiðsla um icesave 3 og var samingurinn felldur með tæplega 60% andstöðu.