Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 2.-8. apríl 2011

Föstudagur 8. apríl

Kl.10 hófst flokksþing framsóknarmanna á Hótel Sögu.

Kl.13:15 var setningarathöfn flokksþingsins haldin í Háskólabíóinu.

Síðan voru almennar umræður og nefndarstörf.

Tók ég þátt í umræðunum og í nefndarstarfinu og beitti mér þá aðallega í utanríkismálum.

Fimmtudagur 7. apríl

Kl.10 hófst fundur í forsætisnefnd Alþingis.

Kl.10:30 hófst þingfundur á Alþingi.

Í dag var útbýtt svari umhverfisráðherra til mín um verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs.

Miðvikudagur 6. apríl

Kl.14 hófst fundur í heilbrigðisnefnd Alþingis.

Í dag greiddi ég atkvæði utankjörstaða í icesave 3.

Kl.17 hófst stjórnarfundur í sjóðnum -Þú getur!-, en sjóðurinn styrkir einstaklinga sem eiga við geðraskanir að stríða til náms.

Um kvöldið komu Hákon, Húni og Elín Björk í mat.

Þriðjudagur 5. apríl

Kl.10:40 fór ég með Hákon til læknis.

Nýtti daginn m.a. í að vinna í gögnum og atkvæðagreiðslu á netinu fyrir Norræna menningarsjóðinn.

Mánudagur 4. apríl

Kl.10 hófst fundur heilbrigðisnefndar Alþingis en nú eru nefndardagar.

Sunnudagur 3. apríl

Kl.16 var haldin fermingarveisla Tómasar Loga Thorssonar.

Laugardagur 2. apríl

Kl.16 var haldin fermingarveisla Lenu Maríu Árnadóttur.

Hér er Lena María að skera kökuna.