Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 19.-25. mars 2011

Föstudagur 25. mars

Dagurinn fór í að vinna í gögnum og í tölvunni.

Fimmtudagur 24. mars

Kl.10 var ég á fundi í Neskirkju.

Kl.10:30 voru atkvæðagreiðslur á Alþingi um stjórnlagaráð.

Kl.13:20 hófst þingflokksfundur framsóknarmanna.

Í dag var útbýtt þingsályktun sem ég er fyrsti flutningsmaður að og fjallar um að merkja hitaeiningar á réttum sem seldir eru á skyndibitastöðum.

Hér er frétt af ruv.is um málið.

Miðvikudagur 23. mars

Kl.8:30-10:00 var fundur í heilbrigðisnefnd Alþingis.

Í hádeginu hitti ég sænska sendiherrann á La Prima Vera.

Kl.13 var þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Kl.14 hefst þingfundur á Alþingi.

Fyrirspurn minni um tóbaksnotkun var svarað á Alþingi í dag.

Hér er frétt af ruv.is um svarið.

Þriðjudagur 22. mars

Kl.12:30 var fundur í forsætisnefnd Alþingis.

Kl.13-14 var þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Kl.14 hófst þingfundur á óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra.

Í dag var dreift á Alþingi svari við fyrirspurn minni til innanríkisráðherra um boðunarkerfi fyrir ferðamenn á hættuslóðum.

Fyrirspurn minni um stöðugildi lækna á LSH var dreift i þinginu í dag.

Kl.20 var opinn fundur með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, í félagsaðstöðu flokksins í Garðabæ.

Fullt var út úr dyrum á fundinum.

Mánudagur 21. mars

Kl.8:30-10:00 var fróðlegt og gott námskeið í tölvuöryggi á Alþingi.

Kennari á námskeiðinu var Sigurður Másson, tölvufræðingur.

Kl.17 skrapp ég í sjósund, en hitastig sjávar var 1,9 gráður í dag.

Um kvöldið lá leiðin í bíó á The King´s Speech.

Sunnudagur 20. mars

Kl.12:15-14:00 var hátíðarfundur Rótarýklúbbs Seltjarnarness í tilefni 40 ára afmælis klúbbsins.

Á fundinum voru nokkrir félagar sæmdir Paul Harris viðurkenningunni og nýr félagi, Sigrún Benediktsdóttir, tekinn inn í klúbbinn.

Einnig var saga klúbbsins rifjuð upp.

Kl.16 komu Elín Björk, Húni og Hákon í mat.

Laugardagur 19. mars

Dagurinn nýttist m.a. í góða göngu.