Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 12.-18. mars 2011

Föstudagur 18. mars

Kl.10:30 tók ég á móti norskum menntaskólanemum á Alþingi og segi þeim frá íslenskum stjórnmálum.

Sýndi ég þeim líka myndir frá mótmælum síðustu ára sem hafa farið fram á Austurvelli framan við Alþingi.

Kl.18 buðu Sigmundur Davíð og Anna Stella þingflokki framsóknarmanna í fordrykk á flokksskrifstofunni áður en við fórum öll á árshátíð þingmanna.

Fimmtudagur 17. mars

Kl.10:30 hófst þingfundur á Alþingi.

Um miðjan daginn tók ég m.a. þátt í umræðum um skýrslu Íslandsdeildar Norðurlandaráðs.

Kl.15:00-16:30 var mín vakt á forsetastóli.

Miðvikudagur 16. mars

Kl.8:30-10:00 var fundur í heilbrigðisnefnd Alþingis.

Kl.10-11 var tölvunámskeið á Alþingi.

Kl.11:30 tók ég viðtal.

Kl.12 hófst fundur forsætisnefndar Alþingis og formönnum þingflokka ásamt Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra, þar sem við ræddum um kynningu á icesave 3 lögunum sem fara í þjóðaratkvæðagreiðslu 9. apríl n.k.

Kl.13 var fundur þingflokks framsóknarmanna.

Kl.14 hófst þingfundur.

Um miðjan daginn var dreift á Alþingi athyglisverðu svari um norrænt og bandarískt sjónvarpsefni í Rúv, sem ég spurði menntamálaráðherra út í.

Rétt fyrir kl.19 gafst tími til að mæla fyrir þingsályktun minni um hollustumerkið Skráargatið.

Í dag fór ég í viðtal hjá Smugunni vegna svarsins sem ég fékk á þingi um hlutfall norræns sjónvarpsefnis í rúv og áhorf á það, sem mælist hátt.

Þriðjudagur 15. mars

Kl.10-12 var samráðsþing um nýbyggingu Landspítala-háskólasjúkrahúss.

Kl.13-14 var þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Kl.14 hófst fundur á Alþingi á umræðum um störf þingsins þar sem ég tók þátt í umræðum um jarðskjálftann í Japan.

Í dag var fyrirspurn minni um bólusetningar ungbarna gegn pneumókokkasýkingum ungbarna sem m.a. valda eyrnabólgum dreift á Alþingi.

Kl.19 kom Hákon í kvöldmat.

Mánudagur 14. mars

Kl.11:00-12:15 var fundur í forsætisnefnd Alþingis.

Kl.13:00-14:30 var þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Kl.15 hófst fundur á Alþingi.

Tók ég til máls í tveimur fyrirspurnum.

Kl.17-19 var tími til að fara í sjósund, en í dag var hitastig sjávar 2,1 gráða.

Sunnudagur 13. mars

Kl.14:30 komu Húni, Elín Björk og Hákon í mat.

Seinni partinn fór Húni í Stykkishólm, en hann er þar að læra um stoðkerfissjúkdóma.

Laugardagur 12. mars

Dagurinn nýttist m.a. í góða göngu.