Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 5.-11. mars

Föstudagur 11. mars

Kl.12:15-13:30 var fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Þar sagði Garðar Ólafsson okkur frá ferð sinni til Tyrklands.

Seinni partinn kom Kari, æskuvinkona mömmu, í nokkurra daga heimsókn til okkar.

Fimmtudagur 10. mars

Kl.10-12 var fundur í heilbrigðisnefnd Alþingis.

Kl.12 hitti ég konur úr Sterkara Ísland.

Vann síðan í ýmsum gögnum.

Um kvöldið komu Hákon og mamma í mat.

Miðvikudagur 9. mars

Kl.10-12 heimsótti hluti þingflokks framsóknarmanna Háskólann í Reykjavík.

Eftir að hafa fengið fyrirlestur um starfsemi skólans gengum við um og skoðuðum húsnæðið, en það er glænýtt og allt hið glæsilegasta.

Kl.17:10 var ég í beinu útvarpsviðtali á Bylgjunni vegna málsins sem ég flyt á þingi um rýmri fánatíma.

Kl.19 hélt ég fyrirlestur um transfitusýrur á fundi hjá Inner Wheel á Hótel Loftleiðum.

Síðan fór ég á Vínbarinn að hitta nokkra bekkjarfélaga mína úr 6-S í MR í tilefni þess að Kalli er á landinu.

Þriðjudagur 8. mars

Kl.13 var þingflokksfundur framsóknarmanna.

Kl.14 hljóp ég í skarðið í efnahags- og skattanefnd á Alþingi.

Kl.15 fór ég í viðtal.

Kl.16:30-17:30 var ég í heilbrigðisnefnd Alþingis.

Kl.17:30-19:00 hljóp ég í skarðið í umhverfisnefnd Alþingis.

Mánudagur 7. mars

Dagurinn fór að hluta til í pappírsvinnu.

Kl.15:00-17:30 hljóp ég í skarðið í menntamálanefnd Alþingis.

Skrapp síðan í Nauthólsvíkina.

Um kvöldið borðaði ég súpu hjá Heiði.

Sunnudagur 6.mars

Í dag komu Húni, Elín Björk, Hákon og mamma til mín í lambahrygg og rjómabollur.

Dagurinn nýttist líka í að vinna í tölvunni s.s. í tölvupósti sem hefur hrannast upp.

Laugardagur 5. mars

Kl.13:15 hófst miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins í Rúgbrauðsgerðinni.

Mjög fín mæting var á fundinn.

Á fundinum var m.a. ákveðið að halda flokksþingið helgina 9.-10.apríl, sömu helgi og þjóðaratkvæðagreiðslan um icesave 3 fer fram.