Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 26. feb.-4. mars 2011

Föstudagur 4. mars

Kl.12:15-13:30 var fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Kl.16:00-17:30 hljóp ég í skarðið fyrir Vigdísi Hauks á opinn fund í umhverfisnefnd Alþingis.

Fundurinn fjallaði um verndaráætlun fyrir Vatnajökulsþjóðgarð og var honum sjónvarpað.

Eftir fundinn fór ég rakleitt í skemmtilegt heimboð til Sigmundar Davíðs og Önnu Stellu í tilefni miðstjórnarfundarins á morgunn.

Fimmtudagur 3. mars

Hér er grein mín um auknar heimildir lögreglu sem birtist í Fréttablaðinu í dag.

Kl.10:30 hófst fundur á Alþingi.

Kl.12 var rótarýfundur á Hótel Sögu.

Kl.16:30-18:00 var mín vakt á forsetastóli.

Miðvikudagur 2. mars

Kl.8:30 hófst sameiginlegur fundur heilbrigðisnefndar og félagsmálanefndar Alþingis.

Kl.12:30 sótti ég fyrirlestur Diönu Wallis, varaforseta Evrópuþingsins, í stofu 102 á Háskólatorgi þar sem hún fjallaði um áhrif ríkja í Evrópuþinginu.

Kl.13:30 fór ég á þingflokksfund framsóknarmanna.

Kl.14 áttti í ég fund með Diönu Wallis, varaforseta Evrópuþingsins, á Alþingi.

Kl.14:30 hófst utandagskrárumræða að frumkvæði Ólafar Nordal á Ögmund Jónasson, innanríkisráðherra, um aðgerðir gegn skipulagðri glæpastarfsemi.

Tók ég þátt í umræðunum.

Fram kom að Ögmundur mun beita sér fyrir að lögreglan fái víðtækari rannsóknarheimildir nákvæmlega í þeim anda sem ég hef talað fyrir og flutt mál um á þingi

Hér er máliðsem ég er fyrsti flutningsmaður að og fjallar um auknar rannsóknarheimildir til lögreglu til að stemma stigu við skipulagðri glæpastarfsemi.

Kl.17 vorum við Ólöf Nordal, alþingismaður, í beinni útsendingu á Rás 2 hjá Lindu Blöndal og Hallgrími Thorsteinssyni þar sem við fjölluðum um auknar rannsóknarheimildir til lögreglu.

Hér er tengill á viðtalið við okkur.

Um kvöldið tók forsætisnefnd Alþingis á móti forseta þýska þingsins í kvöldverðarhófi.

Þriðjudagur 1. mars

Kl.10:40 skruppum við Hákon á heilsugæsluna á Seltjarnarnesi.

Kl.13 var þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Kl.14 hófst þingfundur þar sem ég tók þátt í umræðum um stofnun embættis Landlæknis og lýðheilsu.

Kl.15 tók ég á móti Sólveigu og Söru Rut, nemendum úr 2 NÞ í Kvennó en þær eru að gera verkefni um Framsóknarflokkinn.

Kl.15:30 tók ég á móti Berglindi Rún, Gunnari Smára og Bergljótu, úr þriðja bekk í Kvennó, en þau eru líka að gera verkefni um Framsóknarflokkinn.

Kl.16:30-19:10 var mín vakt á forsetastóli á Alþingi.

Í dag var útbýtt fyrirspurn minni til umhverfisráðherra um verndaráætlun vegna Vatnajökulsþjóðgarðs.

Mánudagur 28. febrúar

Kl.11 var fundur í forsætisnefnd Alþingis.

Kl.13 var þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Kl.15 hófst þingfundur.

Var ég með þrjár fyrirspurnir á ráðherra.

Hér er frétt af pressan.is vegna fyrirspurnar um fóstureyðingar til velferðarráðherra.

Kl.18 skrapp ég í sjósund.

Sunnudagur 27. febrúar

Kl.11:15-11:55 vorum við Guðmundur Hálfdánarson, sagnfræðingur, í beinni útsendingu í Sprengisandi (fyrri hluti) í Sprengisandi(seinni hluti) á Bylgjunni hjá Sigurjóni M. Egilssyni.

Ræddum við um væntanlega þjóðaratkvæðagreiðslu um icesave 3, stöðu forseta Íslands, synjunarvald hans og fleira.

Um miðjan daginn lá leiðin á blaðaljósmyndasýninguna í Gerðarsafninu í Kópavogi.

Þá fór ég einnig í fréttaviðtal hjá visi.is um afstöðu mína til icesave 3.

Um kvöldið komu Húni, Elín Björk, Hákon, mamma og Árni bróðir í lambalæri. 

Laugardagur 26. febrúar

Kl.11 var morgunkaffifundur framsóknarmanna í aðstöðunni á Digranesvegi 12 í Kópavogi.

Var ég gestur fundarins og fjallaði um þau mál sem ég flyt nú á Alþingi og stjórnmálaástandið.

Fór síðan á Sundþing 2011, ársþing Sundsambands Íslands(SSÍ).