Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 19.-25. febrúar

Föstudagur 25. febrúar

Kl.12:15 var fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Kl.17 hófst Sundþing 2011, þing Sundsambands Íslands(SSÍ).

Á þinginu var haldið upp á 60 ára afmæli sambandsins.

Fimmtudagur 24. febrúar

Kl.9 skrapp ég í klippingu í Greiðuna.

Kl.10:30 hófst fundur á Alþingi.

Kl.12 var fundur Landssambands framsóknarkvenna(LFK) og Sambands ungra framsóknarmanna(SUF) um icesave 3 þar sem Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor, var frummælandi.

Kl.13 var fundur í heilbrigðisnefnd Alþingis.

Kl.13:30 var þingflokksfundur.

Kl.14:30-16:00 var ráðstefna Félags íslenskra heimilislækna um framtíð heimilislækninga á Íslandi.

Sá í dag að tillögurnar(reglur um hámarksmagn transfitusýra í mat og um norræna hollustumerkið Skráargatið) sem ég talaði fyrir á ráðstefnunni um Norðlægu víddina í Tromsö náðu í gegn í lokaályktun ráðstefnunnar(liður 13).

Miðvikudagur 23. febrúar

Kl.10:15 var flug til Óslóar og síðan til Keflavíkur.

Þriðjudagur 22. febrúar

Í dag hófst ráðstefnan um Norðlægu víddina í Tromsö.

Flutti ég þar innlegg um reglur um hámarksmagn transfitusýra í mat og um norræna hollustumerkið Skráargatið.

Hef ég flutt þingsályktanir um bæði þessi mál á Alþingi.

Skrapp út í búð þar sem ég sá að Ingvald Godal, fyrrum þingmanni,  var slegið upp á forsíðunni á VG vegna mjög umdeildra skoðana hans á hvernig taka beri á eineltismálum í norskum skólum.

Mánudagur 21. febrúar

Um miðjan daginn fórum við Kari Ingebretsen Bones upp í Bekkelagets kirkegård að setja krans á leiði ömmu og afa, Inger Marie Juhlin og Arne Juhlin.

Móðurafi minn, Arne Juhlin, hefði orðið 100 ára 7. mars n.k. hefði hann verið á lífi.

Kl.14 tók ég lestina á Gardemoen.

Kl.16:20 var flug til Tromsö.

Kl.19 var móttaka í tilefni ráðstefnu um Norðlægu víddina.

Hér er niðurstaða skoðanakönnunar MMR um afstöðu fólks til icesave 3 og þjóðaratkvæðagreiðslu.

Hér kemur fram að 22,3% eru óákveðin skv. könnuninni.

Hér er frétt (skrifuð frétt af ruv.is) um mál sem ég flyt á Alþingi, Skráargatið.

Síðasta setningin í fréttinni er best.

Hér er frétt úr kvöldfréttum rúv um málið.

Sunnudagur 20. febrúar

Kl.15:05 tók ég lestina til Óslóar og fór upp á Holtet hageby til Kari Ingebretsen Bones.

Kl.19 hitti ég vin minn til margra ára, Ingvald Godal, fyrrum þingmann í norska Stórþinginu.

Laugardagur 19. febrúar

Kl.12:50 tók ég lestina til Röyken.

Frænka mín, Heidi Juhlin Winther, sótti mig á lestarstöðina.

Ók ég með henni, Rebekku og Maríu til Moss til að halda upp á fertugsafmæli hennar.

Veislan var skemmtileg.

Allir gestirnir mættu í grímubúning og sýndu sínar bestu hliðar.

Um nóttina gisti ég hjá Heidi og dætrum í Hurum.