Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 12.-18. febrúar 2011

Föstudagur 18. febrúar

Kl.7:35 var flug til Óslóar.

Hitti þar Kari Ingebretsen Bones, æskuvinkonu mömmu.

Um kvöldið bauð hún mér í mat ásamt syni sínum og tengdadóttur.

Fimmtudagur 17. febrúar

Kl.10.30 hófst fundur á Alþingi.

Í hádeginu komu Húni og Hákon í mat.

Var í þinginu fram til kl.18.

Kl.20 hófst tískusýning á fatnaði frá Debenhams í Smáralindinni til styrktar GoRed samtökunum sem vinna gegn hjartasjúkdómum.

Við Ólafur Þór Gunnarsson og Jónína Rós Guðmundsdóttir, fulltrúar í heilbrigðisnefnd Alþingis, tókum þátt í sýningunni til að styrkja gott málefni.

Miðvikudagur 16. febrúar

Í morgun var áhugaverður leiðari í Fréttablaðinu um málið sem ég ásamt flutningsmönnum flytjum um fyrirbyggjandi rannsóknarheimildir lögreglu.

Yfirskrift hans er -Er meirihluti fyrir aðgerðarleysi?- og segir allt sem segja þarf.

Kl.8:30-10:00 var fundur í heilbrigðisnefnd Alþingis.

Kl.13 var þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Kl.13:30 hófst þingfundur á atkvæðagreiðslum um icesave 3.

Hér er sjónvarpsfrétt rúv um hana.

Kl.15:40-16:30 var mín vakt á forsetastóli.

Kl.17 lá leiðin í Debenhams í Smáralind að velja föt til að sýna fyrir GoRed samtökin á morgunn, en þau samtök vinna gegn hjartasjúkdómum, sérlega meðal kvenna.

Í dag var dreift fjórum fyrirspurnum frá mér á Alþingi.

Þær eru 1. um tóbaksnotkun, 2. um vottunarkerfi um jafnrétti á vinnumarkaði, 3. um þróun fóstureyðinga og 4. um aðgerðaráætlun gegn mansali.

Þriðjudagur 15. febrúar

Kl.9.15 var morgunkaffi hjá Jöklarannsóknarfélaginu(JÖRFÍ) í Húsasmiðjunni.

Kl.12 var fundur Sterkara Íslands í Þjóðmenningarhúsinu þar sem hleypt var af stokkunum kynningarátaki um ESB aðildarviðræðuferlið.

Kl.13 hófst þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Kl.14 hófst þingfundur.

Kl.17:40 var ég í beinu útvarpsviðtali á Bylgjunni þar sem fjallað var um þingsályktun mína um auknar rannsóknarheimildir til lögreglu.

Stuttu síðar fór ég í viðtal hjá rúv-sjónvarpi (færið stikuna á tæplega miðju fréttatímans)vegna þingsályktunar minnar um hollustumerkið Skráargatið.

Skrifuð frétt á ruv.is um Skráargatið.

Frétt af heimasíðu Neytendasamtakanna um Skráargatið.

Kl.19 funduðum við Heiður, Biggi Bjarna og Sigga Björns, á La Prima Vera þar sem undirbjuggum vorskemmtun 6-S bekkjar okkar í MR.

Mánudagur 14. febrúar

Kl.11 var fundur í forsætisnefnd Alþingis.

Kl.13 hófst þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Kl.15 hófst fundur á Alþingi.

Á þeim fundi var dreift þingsályktun frá mér og fleirum um forvirkar rannsóknarheimildir til lögreglu.

Hér er frétt um málið af mbl.is og frétt af visir.is.

Einnig var dreift þingsályktun frá mér og fleirum um hollustumerkið Skráargatið og síðan fyrirspurn minni um norrænt og bandarískt dagskrárefni í rúv-sjónvarpi.

Kl.17 gafst tími til að skreppa í sjósund, en í dag var hitastig sjávar 2,1 gráða.

Um kvöldið kom Hákon í mat.

Í dag var útbýtt á Alþingi svari velferðarráðherra við fyrirspurn minni um sparnað vegna vinnu Vinnumálastofnunar gegn bótasvikum.

Hér er frétt af visir.is um svarið.

Sunnudagur 13. febrúar

Dagurinn nýttist í ýmsar útréttingar, vinnu í tölvunni og í útivist.

Laugardagur 12. febrúar

Kl.11 var morgunkaffifundur framsóknarmanna í félagsaðstöðunni á Digranesvegi í Kópavogi.

Kl.12-15 var fundur í stjórn Sundsambands Íslands(SSÍ) í Laugardalnum.

Gestur fundarins var Gústaf Adólf Hjaltason(úr Ægi), fulltrúi í fræðslunefnd ÍSÍ.