Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 5.-11. febrúar 2011

Föstudagur 11. febrúar

Kl.12:15 var fundur í Rótarýklubbi Seltjarnarness.

Kl.13:30 tókum við, fulltrúar þingflokka á Alþingi, á móti kærleikshjörtum barna úr Hlíðaskjóli í Skálanum.

Hér er umfjöllun um þennan atburð á kampur.is.

Um kvöldið hitti ég vinkonur mínar.

Fimmtudagur 10. febrúar

Skrapp með Hákon til læknis um morguninn.

Nýtti daginn m.a. í að vinna í kjördæmamálum.

Seinni partinn skrapp ég í sund og um kvöldið komu Húni og Hákon í mat.

Miðvikudagur 9. febrúar

Skrapp í morgunkaffi á stofuna til pabba.

Vann talsvert í tölvunni og náði að klára vinnslu tveggja þingsályktana sem ég legg líklega fram í næstu viku.

Þriðjudagur 8. febrúar

Lagði snemma af stað að austan í bæinn til að vera á undan veðrinu sem var spáð.

Um kvöldið komu Húni og Hákon í mat.

Mánudagur 7. febrúar

Um miðjan daginn lá leiðin austur á land.

Kl.20 hófst opinn fundur framsóknarmanna í Hofgarði í Öræfasveit.

Í upphafi fundar fluttu alþingismennirnir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Eygló Harðardóttir og Siv Friðleifsdóttir framsögur.

Síðan var spurt og spjallað.

Fundurinn var hinn besti.

Að fundi loknum fór ég á Svínafell með Ólafi og Pálínu.

Sunnudagur 6. febrúar

Um miðjan daginn var ég í skemmtilegu pallborði á ráðstefnu um náttúrutengda ferðamennsku í Listasafni Reykjavíkur Í Hafnarhúsinu.

Rástefnan var haldin að frumkvæði Gunnþóru Ólafsdóttur og Markúsar Þórs Andréssonar í samvinnu við Listasafn Reykjavíkur, ReykjavíkurAkademíunnar og Félags Landsfræðinga.

Laugardagur 5. febrúar

Um miðjan daginn var haldinn ráðstefna framsóknarmanna um Samvinnufélög og frjáls félagasamtök.

Ráðstefnan var á flokksskrifstofunni á Hverfisgötunni.