Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 29. jan.-4. feb. 2011

Föstudagur 4. febrúar

Fyrri part dags nýttist tíminn á Jafnréttisþingi á Hótel Nordica.

Kl.12:15-13:30 var fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Skrapp svo aftur á Jafnréttisþingið til að fylgjast með pallborðinu.

Um kvöldið var farið út að borða með veiðifélögum og færeyskum vinum.

Fimmtudagur 3. febrúar

Kl.9 hófst þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Kl.9:45 var fundur í forsætisnefnd Alþingis.

Kl.10:30 hófst fundur á Alþingi.

Kl.12 komu tveir góðir Færeyjingar í heimsókn, þeir Kári á Rógvi, þingmaður og formaður Sjálfstýriflokksins í Færeyjum(systurflokkur Framsóknarflokksins) og Andrass Holm Arge, talsmaður neytenda í Færeyjum(stjóri í Brúkaraumboðið).

Sýndi ég þeim þingið og síðan buðum við framsóknarmenn  þeim í hádegismat.

Deginum á þinginu var m.a. varið í að ræða icesavesamningana og tók ég þátt í þeirri umræðu.

Hér er ræðan.

Hér er frétt af ruv.is um hana og frétt af mbl.is.

Um kl.16 hófust atkvæðagreiðslur um icesavesamningana eftir 2. umræðu.

Hér er frétt af visir.is um hana.

Hér eru fréttir Stöðvar 2 þar sem atkvæðagreiðslan um icesavesamningana var fyrsta frétt.

Hér er sjónvarpsfrétt rúv af atkævðagreiðslunni.

Um kvöldið komu Hákon og mamma í mat.

Miðvikudagur 2. febrúar

Kl.8:30 var fundur í heilbrigðisnefnd Alþingis.

Kl.10:30 tók ég viðtal á Alþingi.

Kl.13 var þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Seinni partinn tók ég stutta vakt á forsetastóli.

Um kvöldið fór ég í sund.

Þriðjudagur 1. febrúar

Kl.10:15-12:00 var fundur í efnahags- og skattanefnd Alþingis.

Kl.13 hófst þingflokksfundur framsóknarmanna.

Kl.14 hófst fundur á Alþingi á umræðum um störf þingsins.

Tók ég til máls um stöðu stjórnlagaþingsins.

Kl.15 var móttaka í húsnæði Heilsuverndarstöðvarinnar á Barónsstíg, en þar verður til húsa teymið sem mun sjá um utanumhald nýbyggingar Landspítalans-háskólasjúkrahúss.

Kl.16:30-17:00 var fyrri vakt mín á forsetastóli og sú seinni kl.18:00-18:30.

Um kvöldið skrapp ég til Húna.

Mánudagur 31. janúar

Kl.11 var fundur forsætisnefndar Alþingis.

Kl.13 hófst fundur þingflokks framsóknarmanna.

Kl.15 hófst fundur á Alþingi á óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra.

Spurði ég Guðbjart Hannesson, velferðarráðherra, út í málefni íslenskra námsmanna í Svíþjóð.

Hér er frétt af visir.is um fyrirspurnina og svör ráðherra.

Kl.15:30 var utandagskrárumræða um innanlandsflugið að frumkvæði Einars K. Guðfinnssonar.

Við Guðmundir Steingrímsson tókum þátt í umræðunum fyrir hönd framsóknarmanna.

Kl.17 var tími í sjósund, en í dag var hitastig sjávar 3,1 gráða.

Um kvöldið komu Húni og Hákon í mat.

Sunnudagur 30. janúar

Í dag lá leiðin aftur suður.

Var komin heim um kl.20:30.

Laugardagur 29. janúar

Um miðjan daginn komu Siggi, Óli, Bára, Tóti og Bjarki í kaffi.

Seinni partinn skrapp ég í göngu m.a. í kirkjugarðinn og vann svo í tölvunni.

Um kvöldið heimsótti ég Sigga og Sollu.