Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 22.-28. janúar 2011

Föstudagur 28. janúar

Í dag lá leiðin norður í land.

Um kvöldið fór ég á tónleika með Hjálmum í menningarhúsinu Hofi á Akureyri.

Fimmtudagur 27. janúar

Kl.10:30 hófst fundur á Alþingi á óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra.

Kl.11 flutti Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, munnlega skýrslu um hæstaréttardóminn sem ógildir kosningu til stjórnlagaþings.

Tók ég þátt í umræðunni.

Um kvöldið komu Hákon, Húni og Elín Björk í mat.

Miðvikudagur 26. janúar

Kl.9 hófst fundur í velferðarnefnd Norðurlandaráðs.

Velferðarnefndin samþykkti m.a. tillögu Íslandsdeildar um mænuskaða og verður hún því lögð fyrir Norðurlandaráðsþingið í haust.

Seinni partinn var flug heim.

Var lent skömmu fyrir miðnætti.

Þriðjudagur 25. janúar

Kl.9 er fundur í Íslandsdeild Norðurlandaráðs.

Kl.10-12 var fundur í stjórn flokkahóps miðjumanna í Norðurlandaráði.

Kl.13:30-17:30 var fundur flokkkahóps miðjumanna í Norðurlandaráði.

Kl.18:30-19:20 stýrði ég fundi velferðarnefndar Norðurlandaráðs.

Á fundinum fengum við kynningu á hvernig unnið er gegn því að íbúasamsetning í Helsinki verði einsleit.

Í Helskinki eru 50% íbúanna einbúar og um 60% íbúða eru litlar, þ.e. 60 m2 eða minni.

Í dag var dreift á Alþingi fyrirspurn minni um boðunarkerfi fyrir ferðamenn á hættuslóðum og önnur fyrirspurn um hvernig nöfn látinna manna eru felldar úr skrám.

Mánudagur 24. janúar

Kl.10:45 hófst fundur í þingflokki framsóknarmanna á Hverfisgötunni.

Um hádegisbil hitti ég Húna stuttlega, en hann á afmæli í dag.

Um miðjan daginn fór Íslandsdeild Norðurlandaráðs til Esbo, rétt utan við Helsinki.

Sunnudagur 23. janúar

Um miðjan daginn komu Ingunn og fjölskylda í heimsókn.

Um kvöldið bauð ég Hákoni og mömmu í mangó/karrý-kjúklingarétt.

Síðan litu Húni og Elín Björk við í stutta stund.

Laugardagur 22. janúar

Kl.13 hófst fróðleg ráðstefna á Ólafsfirði um áhrif Héðinsfjarðarganga á Fjallabyggð.

Seinni partinn ók ég suður.

Um kvöldið skrapp ég með Heiði og Konna í veislu til Magga og Rögnu.