Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 15.-21. janúar 2011

Föstudagur 21. janúar

Dagurinn fór í að vinna í húsinu á Siglufirði.

Pússaði upp gamla kommóðu sem amma mín átti og lakkaði hana.

Um kvöldið fór ég til Sigrúnar, vinkonu minnar á Ólafsfirði.

Fimmtudagur 20. janúar

Kl.10 var fundur í forsætisnefnd þar sem við ræddum svokallað -tölvumál-.

Kl.10:30 hófst fundur á Alþingi.

Kl.11:30-12:40 var ég gestur Heiðursmanna á hádegisverðarfundi þeirra á Vogi.

Heiðursmenn eru öflugur hópur manna sem styður starfsemi SÁÁ.

Hélt ég stutt erindi og svaraði spurningum þeirra.

Kl.13 var aftur fundur í forsætisnefnd Alþingis.

Eftir hádegi lá leiðin norður í land á fund framsóknarmanna á Sauðárkróki.

Miðvikudagur 19. janúar

Kl.8:30 var fundur í heilbrigðisnefnd Alþingis.

Kl.13 var þingflokksfundur framsóknarmanna.

Kl.14 hófst fundur á Alþingi á umræðum um störf þingsins, fundarstjórn forseta og þingmál.

Kl.17 sótti ég fund í félagsheimilinu á Heimalandi, austan við Hvolsvöll, um almannavarnir Rangárvalla og Vestur-Skaftafellssýslu með almannavörnum, sýslumanninum og sveitastjórnarmönnum.

Gestir fundarins voru þingmenn Suður-kjördæmis, fulltrúar í allsherjarnefd Alþingis og fulltrúar í heilbrigðisnefnd Alþingis.

Var ég komin í bæinn um kl.20:30.

Á fundinum var kynnt

Þriðjudagur 18. janúar

Kl.13 var upptaka á ÍNN þar sem Svavar Gestsson var spyrill.

Kl.14 hófst þingfundur á umræðum um störf þingsins.

Síðan var þingsályktun utanríkisráðherra, Össurar Skarphéðinssonar, um Norðurslóðastefnu Íslands rædd.

Tók ég þátt í þeirri umræðu.

Kl.15:00-16:30 var mín vakt á forsetastóli.

Mánudagur 17. janúar

Kl.11 var fundur í forsætisnefnd Alþingis.

Kl.13 hófst fundur í þingflokki framsóknarmanna.

Kl.15 hófst fundur á Alþingi á óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra.

Hér er fyrirspurn frá mér, sem dreift var í dag, til umhverfisráðherra um dekkjakurl sem notað er í gervigrasvelli og innihalda krabbameinsvaldandi efni og önnur eiturefni.

Kl.16:30 byrjuðu tunnumótmælin á Austurvelli framan við Alþingi.

Kl.18 var tími til að fara í sjósund, en í dag var hitastig sjávar mínus 0,6 gráður.

Um kvöldið komu Hákon, Húni og Elín Björk í mat.

Sunnudagur 16. janúar

Kl.13.30 tók ég á móti gestum á Alþingi.

Gestirnir voru Ísafjarðarstelpurnar og hollsystur Erlu Ingadóttur úr hjúkrunarfræðinni ásamt nokkrum úr fjölskyldum þeirra.

Sýndi ég þeim Alþingi og sagði frá störfum þingmanna.

Um kvöldið komu Hákon, Húni og Elín Björk í mat.

Laugardagur 15. janúar

Kl.15 var fundur í stjórn Sundsambands Íslands(SSÍ) í Laugardalnum.

Kl.18 var fordrykkur hjá Einari Geir og Ingveldi í Garðabænum og í framhaldinu hjá Unu Maríu og Helga í Kópavoginum.

Kl.19:30 lá leiðin á þorrablót framsóknarmanna í Lionssalnum í Kópavogi.

Þorrablótið var stórskemmtilegt eins og við var að búast.

Eftir matinn voru ræður og skemmtiatriði og að lokum dans.