Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 8.-14. janúar 2011

Föstudagur 14. janúar

Kl.10:30 var móttaka í Actavis í Hafnarfirði í tilefni þess að verksmiðjan hefur verið stækkuð um helming.

Hér er frétt af heimasíðu Actavis um stækkunina.

Kl.12:15 hófst fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Eftir hádegi var fróðleg ráðstefna um sjávarútvegsmál á flokksskrifstofunni.

Um kvöldið skrapp ég í heimsókn til Ingunnar systur til að fara í heita pottinn.

Í dag á dagbókin á heimasíðu minni 9 ára afmæli, þ.e fyrir 9 árum hófust daglegar dagbókarfærslur.

Heimasíðan sjálf er eldri þar sem hún komst í gagnið í mars 1999 fyrir alþingiskosningarnar það ár.

Dagbókin er myndskreytt og eru yfir 18.300 myndir tengdar við atburðina sem ég hef fjallað um.

Í tilefni afmælisins þakka ég öllum þeim gestum sem heimsækja heimasíðuna.

Fimmtudagur 13. janúar

Í hádeginu var fundur vegna norrænnar samvinnu.

Var síðan á skrifstofunni á Alþingi.

Um kvöldið komu Húni og Hákon í mat.

Miðvikudagur 12. janúar

Í hádeginu var athyglisverður fundur í Háskóla Íslands þar sem fjallað var um hvort gera ætti landið að einu kjördæmi.

Er ég meðflutningsmaður að slíku máli á Alþingi.

Seinni partinn lá leiðin á flokksskrifstofuna.

Um kvöldið komu Húni og Hákon í mat.

Þriðjudagur 11. janúar

Um morguninn lá leiðin á morgunkaffifund Jöklarannsóknarfélags Íslands(JÖRFÍ) í Húsasmiðjunni.

Kl.11 var tími í klippingu hjá Lilju í Greiðunni.

Eftir hádegi var ég á skrifstofunni á Alþingi.

Um kvöldið var fyrirlestur um mataræði hjá-Maður lifandi- í Borgartúninu.

Seint um kvöldið fylgdist ég með talsverðum sinubruna við Norræna húsið, en slökkviliðinu tókst að hemja hann með vöskum framgangi.

Mánudagur 10. janúar

Um miðjan daginn var ég á skrifstofunni á Alþingi og skrapp síðan í heimahús.

Kl.17 var sjósundið, en í dag var hitastig sjávar með lægsta móti eða mínus 1,8 gráður.

Lofthiti var mínus 6 gráður.

Við þessi skilyrði eru ísnálar í sjónum.

Sjósundið var samt hressandi og fórum við þrisvar sinnum útí.

Um kvöldið var fundur í Slysavarnardeild kvenna á Seltjarnarnesi þar sem fluttur var fyrirlestur um áfallahjálp.

Sunnudagur 9. janúar

Um miðjan daginn nýttist tíminn í góða göngu í skógrækt Hafnarfjarðar.

Um kvöldið komu Hákon, Húni og Elín Björk í mat.

Rakst á sérstæða yfirlýsingu þremenninganna í Vg, þeirra Lilju Mósesdóttur, Ásmundar Einars Daðasonar og Atla Gíslasonar, um fjárlagavinnuna á netinu.

Laugardagur 8. janúar

Kl.11 var morgunkaffi framsóknarmanna í félagsaðstöðunni á Digranesveginum í Kópavogi.

Um kvöldið lá leiðin í Borgarleikhúsið þar sem sýnd var síðasta sýning á  -Jesús litla-.

Leikararnir þrír, Halldóra Geirharðsdóttir, Kristjana Stefánsdóttir og Bergur Þór Ingólfsson, fóru á kostum í sýningunni.