Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 1.-7. janúar 2011

Föstudagur 7. janúar

Kl.12:15 hófst fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Tómas Ingi Olrich, fyrrum ráðherra og sendiherra, hélt erindi á fundinum.

Seinni partinn komu Húni og Hákon í mat.

Fimmtudagur 6. janúar

Var á skrifstofunni hluta dagsins.

Miðvikudagur 5. janúar

Var á skrifstofunni í dag að vinna í gögnum.

Kl.12:15-13:30 var rótarýfundur á Hótel Sögu.

Um kvöldið kom Hákon í pönnukökur.

Þriðjudagur 4. janúar

Kl.7:30 vorum við Helgi Hjörvar, alþingismaður, í morgunþætti rásar 2 hjá Rúv-útvarpi að ræða um þá stöðu sem nú er uppi í stjórnmálum.

Hér er skrifuð frétt af ruv.is í kjölfar þáttarins.

Hér er upptaka af umræðum okkar Helga Hjörvar(dragið stikuna upp í tæplega helming þáttarins).

Skrapp á skrifstofuna á Alþingi og sinnti ýmsum erindum um miðjan daginn.

Seinni partinn fórum við Hákon að kaupa bækur fyrir skólann.

Mánudagur 3. janúar

Fyrri partur dags fór í gagnavinnslu.

Um miðjan daginn fórum við Hákon í Perluna og fleira.

Kl.17 var tími fyrir sjósund í ljósaskiptunum.

Hitastig sjávar var 1,6 gráða.

Sunnudagur 2. janúar

Um miðjan daginn fór ég í góða fjallgöngu á Helgafellið með Leifi bróður og fjölskyldu.

Frá bílastæðinu og upp á topp Helgafells eru 2,8 km.

Útsýni af Helgafelli er mjög gott og má sjá allt höfuðborgarsvæðið og Bláfjallasvæðið þaðan.

Gangan tók okkur samtals tvo og hálfan tíma.

Um kvöldið var matarboð hjá Ingunni systur og fjölskyldu.

Laugardagur 1. janúar

Rétt fyrir kl.11 mættum við Heiður í nýárssjósundið í Nauthólsvíkinni.

Sjósundið var mjög hressandi, en í dag var hitastig sjávar 0,6 gráður.

Bæði Benedikt Hjartarson, formaður Sjósunds- og sjóbaðsfélags Reykjavíkur og Hörður Oddfríðarson, formaður Sundsambands Íslands(SSÍ), ávörpuðu hópinn.

Fram kom að til stendur að byggja gufubaðsaðstöðu og nýjan viðbótapott í Nauthólsvíkinni bráðlega.

Hér er frétt af pressan.is um nýárssjósundið og frétt af visir.is.

Kl.15 var móttaka á Bessastöðum.

Um kvöldið fór ég í matarboð til Árna bróður.