Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 25.-31. desember 2010

Föstudagur 31.desember

Í dag birtist skemmtileg frásögn frá Haraldi Gunnari Hjálmarssyni, frænda mínum, á vefnum www.sksiglo.is.

Við Halli Gunni erum bræðrabörn.

Kl.18 hófst áramótaveisla hjá Ingunni og fjölskyldu í Hafnarfirði.

Eftir matinn kvöddum við gamla árið og fögnuðum nýju ári.

Fimmtudagur 30. desember

Vann á skrifstofunni hluta dagsins.

Kl.17-19 sýndi Tryggvi Jónsson fjölskyldu sinni og nokkrum vinum ráðstefnu- og tónlistarhúsið Hörpu.

Húsið er langt komið og glæsilegt í alla staði.

Hönnun þess og frágangur gengur að flestu leyti út á að tryggja góðan hljómburð.

Stefnt er að því að opna húsið 4. mai á komandi ári.

Um kvöldið bauð mamma okkur Hákoni, Húna og Elínu Björk í kjúkling.

Miðvikudagur 29. desember

Dagurinn nýttist á skrifstofunni á Alþingi.

Þriðjudagur 28. desember

Dagurinn fór í útréttingar.

Seinni partinn fórum við Heiður í sund og saunu.

Mánudagur 27. desember

Í hádeginu lá leiðin til Valda og Línu í Straumfirðinum á Mýrunum þar sem fram fór hið árlega nýárssjósund.

Valdi var líklega að fara í 13. sinn, ég í 6. sinn og Unnur Hrönn,og Lína og Gísli í 3. sinn.

Sjósundið var mjög hressandi að venju.

Sunnudagur 26. desember

Um miðjan daginn fórum við Heiður í sund í Laugardalslauginni.

Kl.17 hófst glæsilegt jólaboð hjá Árna bróður.

Laugardagur 25. desember

Um miðjan daginn fórum við Ingunn, Sigurgeir og Nelson í góðan göngutúr í snjónum í skógrækt Hafnarfjarðar.