Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 18.-24. desember 2010

Föstudagur 24. desember

Í hádeginu fór ég í heimsókn til Erlu og Húnboga þar sem ég fékk gómsætan heimatilbúinn graflax sem Erla hafði útbúið.

Um kvöldið bauð Ingunn og fjölskylda upp á krónhjört og hamborgarahrygg með öllu tilheyrandi.

Síðan spiluðum við Fimbulfamb, Alias og Fjölskylduspilið.

Fimmtudagur 23. desember

Dagurinn fór í jólastúss.

Um kvöldið var humarveisla hjá Ingunni og co.

Fór síðan í kaffi á stúdentagarðana til Húnboga og Elínar Bjarkar.

Miðvikudagur 22. desember

Kl.13 var gerð útför Sólveigar Guðmundsdóttur frá Dómkirkjunni.

Hér er minningargrein mín um hana sem birtist í Morgunblaðinu í dag.

Að athöfn lokinni var erfidrykkja á Hótel Borg.

Um kvöldið elduðum við Hákon beikonpasta.

Sá gleðilega frétt um að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur sett reglugerð um hámark transfitusýra í matvælum, en ég hef barist fyrir slíkum reglum í nokkur ár.

Reglugerðin tekur gildi 1. ágúst á næsta ári sem er ásættanlegur aðlögunartími að mínu mati.

Þriðjudagur 21. desember

Nýtti daginn á skrifstofunni og í útréttingum.

Mánudagur 20. desember

Um morguninn skrifaði ég minningargrein.

Kl.13:30 hófst fundur forsætisnefndar Alþingis.

Kl.17 var tími til að skreppa í sjósund á næstmyrkvaðasta degi ársins.

Í dag var hitastig sjávar 0,6 gráður.

Eftir sjósundið bauð Heiður mér í spínatböku.

Sunnudagur 19. desember

Hluti dags fór í útréttingar og tiltektir.

Fór einnig í útvarpsviðtal um gúmmíkurl á gervigrasvöllum fyrir fréttir rúv-útvarps.

Hér er skrifuð frétt um málið.

Hér er ályktun Læknafélags Íslands um málið og hér er svar umhverfisráðherra við fyrirspurn minni um þetta mál á Alþingi.

Kl.18 hófst hið árlega jólaboð Siggu frænku og Golla.

Allir borðuðu á sig gat og skemmtu sér vel að venju.

Laugardagur 18. desember

Kl.10-13 voru atkvæðagreiðslur á Alþingi.

Í hádegishléi fóru framsóknarmenn á veitingastaði í mat.

Kl.14:10-15:00 voru atkvæðagreiðslur.

Síðan var fundur í forsætisnefnd.

Var þetta síðasti þingfundur fyrir jólahlé, en forsætisnefnd mun funda í næstu viku.

Í dag kom svar frá umhverfisráðherra við fyrirspurn minni um gúmmikurl í gervigrasvöllum.

Hér er ályktun frá aðalfundi Læknafélags Íslands sem var kveikjan að fyrirspurn minni.