Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 11.-17. desember 2010

Föstudagur 17. desember

Kl.10 hófst þingflokksfundur framsóknarmanna.

Kl.10:30 hófst fundur á Alþingi.

Í hádeginu var jólafundur Rótarýklúbbs Seltjarnarness.

Kl.13:30-15:00 var mín vakt á forsetastóli.

Síðan fengum við framsóknarmenn okkur kaffi og köku til hressingar.

Kl.22:30-00:30 var seinni vakt mín á forsetastóli.

Einnig tók ég þátt í umræðum um vörugjöld af ökutækjum, eldsneyti og fleira þar sem ég tók undir sjónarmið Sniglanna, Slóðavina, Ökukennarafélags Íslands og Biking Wiking ehf.

Hér er linkur á ræðuna og á fyrra andsvar og seinna andsvar.

Flutti ég breytingartillögur í anda sjónarmiða fyrrgreindar aðila(Þær voru ekki samþykktar 18. des. Framsóknarmenn samþykktu þær, Sjálfstæðisflokkur og Hreyfingin sat hjá en aðrir flokkar greiddu atkvæði á móti).

Fimmtudagur 16. desember

Kl.9:30-10:30 var þingflokksfundur framsóknarmanna.

Kl.10:30 hófst þingfundur, en fyrir hádegi afgreiddum við fjárlögin.

Kl.14:00-15:30 var mín vakt á forsetastóli.

Kl.20-22 var ég gestur í skötuveislu Kiwanisklúbbsins Elliða þar sem ég flutti erindi.

Kl.22:10-23:00 var seinni vakt mín á forsetastóli Alþingis.

Miðvikudagur 15. desember

Um morguninn stóð ég í reddingum þar sem loftið lak úr öðru afturdekkinu á bílnum.

Skrapp í þingið og tók til máls í fjárlagaumræðunni til að spyrja Þuríði Backmann út í vinnulag fjárlaganefndar að þessu sinni.

Nefndin gerir óvenju miklar breytingar á frumvarpinu milli annarrar og þriðju umræðu.

Í dag komu Húni og Hákon í fiskigratín.

Þriðjudagur 14. desember

Kl.11 fór ég í útvarpsupptöku í þættinum Samfélagið í nærmynd, þar sem ég sagði frá starfsemi Norræna menningarsjóðsins.

Hér er upptaka af þættinum.

Í hádeginu borðuðu þingmenn og starfsmenn þingsins hangikjöt saman á Hótel Borg.

Kl.17:30-19:15 var mín vakt á forsetastóli.

Um kvöldið var jólafundur Kvenfélagsins Seltjarnar á Seltjarnarnesi.

Mánudagur 13. desember

Kl.10 var fundur í forsætisnefnd Alþingis.

Kl.10:30 hófst þingfundur á óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra.

Kl.14 var þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Kl.17 nýttist tíminn í sjósundi, en í dag var hitastig sjávar 2,5 gráður.

Um kvöldið fóru þingflokkar út að borða.

Sunnudagur 12 . desember

Um miðjan daginn fórum við Ingunn og Simmi í skógrækt Hafnarfjarðar.

Kl.15 var marsipankeppni fjölskyldunnar haldin hjá Ingunni systur.

Mamma var dómari að venju, en að þessu sinni vann Hjördís Johnson keppnina með bitum sem voru eftirlíking af pylsu, hamborgara og frönskum.

Laugardagur 11. desember

Kl.11 var morgunkaffifundur framsóknarmanna í Kópavogi.

Kl.16 kom fjölskyldan saman til að skera laufabrauð og steikja heima hjá Hildi systur.

Eftir að skurði og steikingu lauk var hangikjötsveisla.

Um kvöldið fór ég í heita pottinn til Ingunnar systur.