Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 4.-10. desember 2010

Föstudagur 10. desember

Kl.10-12 var fundur í heilbrigðisnefnd Alþingis.

Kl.12:15 hófst fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Kl.14 var viðtal.

Kl.16 hélt Jafnréttisráð móttöku í Iðnó þar sem m.a. var veitt jafnréttisviðurkenning ráðsins.

Kl.18 komu Húni og Hákon í kvöldmat.

Fimmtudagur 9. desember

Kl. 11 var viðtal.

Kl.13 hófst þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Kl.14-17 voru atkvæðagreiðslur á Alþingi þar sem við greiddum atkvæði eftir 2.umræðu fjárlaga.

Fór ég í nokkrar atkvæðaskýringar vegna heilbrigðismála.

Kl.18 hitti ég fulltrúa Reykjalundar.

Kl.18:10 var þingflokksfundur framsóknarmanna ásamt þingmönnum Hreyfingarinnar þar sem samninganefnd Íslands gerði grein fyrir niðurstöðu samningaumleitana í icesavemálinu.

Miðvikudagur 8. desember

Kl.8:30 hófst fundur í heilbrigðisnefnd Alþingis.

Kl.10:30 hófst þingfundur.

Í dag birtist gömul grein úr Einherja um samgöngumál eftir langafa minn á www.sksiglo.is.

Kl.12-13 skrapp ég á rótarýfund á Hótel Sögu.

Kl.13 var fundur þingflokks framsóknarmanna.

Kl.14 hélt þingfundur áfram.

Ásta Ragnheiður Jóhanesdóttir, forseti, varð að fresta fundi þar sem hróp og köll voru gerð að þingforseta og þingmönnum af þingpöllum.

Gestir á pöllum voru mættir í tilefni þess að í dag eru 2 ár síðan s.k. níumenningar stöðvuðu þingfund.

Ekki komust allir gestir inn á þingpallana.

Kl.15:15, eftir að búið var að rýma pallana, hófst mín vakt á forsetastóli.

Hér er frétt af þessum atburði af mbl.is og hér er önnur frétt af sama miðli.

Kl.20:00-22:30 fórum við Heiður og Anna Hrönn að hlusta á Hróðnýju syngja Messías með Selkórnum í Guðríðarkirkju í Grafarholti.

Kl.23-24 var mín vakt á forsetastóli Alþingis.

Þriðjudagur 7. desember

Kl.13 hófst fundur þingflokks framsóknarmanna á Alþingi.

Kl.14 hófst þingfundur.

Kl.19:40 var stutt vakt á forsetastóli.

Skrapp síðan á flokksskrifstofuna á fund launþegaráðs Framsóknarflokksins.

Þar mættu fulltrúar launþegasamtakanna til samráðs við okkur.

Kl.22:15 hófst seinni vakt mín á forsetastóli.

Mánudagur 6. desember

Kl.11:30 var fundur í forsætisnefnd Alþingis.

Kl.12 var fundur í heilbrigðisnefnd Alþingis.

Kl.13-15 var fundur þingflokks framsóknarmanna á Alþingi.

Kl.15 hófst þingfundur.

Kl.19 var fundur í heilbrigðisnefnd Alþingis.

Sunnudagur 5. desember

Kl.17 fór ég með mömmu, Önnu Hrönn og Heiði og fjölskyldu á jólatónleika Karlakórs Reykjavíkur í Hallgrímskirkju.

Umm kvöldið bauð Árni bróðir upp á kvöldverð, ofnbakaðan lax sem hann veiddi í sumar.

Laugardagur 4. desember

Dagurinn nýttist í tiltektir.

Um kvöldið borðuðum við Húni, Hákon og Elín góðan mat frá Krua Thai og horfðum á bíómynd.