Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 27.nóv.-3.des. 2010

Föstudagur 3. desember

Ók Hákoni í próf fyrri partinn.

Kl.14 hófst fundur í heilbrigðisnefnd Alþingis.

Kl.18 skrapp ég í saumaklúbb.

Fimmtudagur 2. desember

Kl.13 hófst þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Um kvöldið var jólafundur Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi.

Miðvikudagur 1. desember

Í hádeginu komu Húni og Hákon í mat.

Kl.18 hófst boð forseta Íslands í tilefni af 1. desember á Bessastöðum.

Þriðjudagur 30. nóvember

Kl.9-14 var seinni hluti fundar stjórnar Norræna menningarsjóðsins.

Næsti fundur er netfundur þar sem útdeilt er lægri styrkjum til norrænna menningarverkefna.

Kl.20:10 var flug heim.

Mánudagur 29. nóvember

Kl.11-16 var fyrri hluti fundar stjórnar Norræna menningarsjóðsins.

Um kvöldið skoðuðum við áætlanir borgarstjórnar Kaupmannahafnar um að útbúa aðstöðu fyrir lítil listagallerí í gamla slátrarahverfinu(Ködbyen).

Sunnudagur 28. nóvember

Kl.14:15 var flug til Kaupmannahafnar, en þar er fundur Norræna menningarsjóðsins.

Laugardagur 27. nóvember

Um morguninn sprakk framdekkið á bílnum við Melabúðina í fimbulfrosti.

Á innan við hálftíma hafði Hjólbarðaverkstæðið á Ægissíðunni(við hlið bensínstöðvarinnar) hjálpað mér að setja varadekkið á, gert við dekkið og skellt því á.

Þjónustan var ótrúlega hröð og kostaði lítið.

Mæli hiklaust með þessu frábæra dekkjaverkstæði.

Komst af þessum sökum í tæka tíð á morgunkaffifund framsóknarmanna á Digranesvegi í Kópavogi.

Um miðjan daginn fórum við Hákon í heimsókn í Hafnarfjörðinn til Simma að skoða hvolpinn Nelson.