Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 20.-26. nóvember 2010

Föstudagur 26. nóvember

Kl.12:15-13:30 var rótarýfundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Kl.19:30 hófst árshátíð leiðsögumannahópsins míns sem útskrifaðist saman úr Endurmenntun Háskóla Íslands.

Boðið var upp á danskan julefrokost og komu allir með einn rétt.

Stríðsárin voru þema kvöldsins.

Seinna um kvöldið náði ég líka að fara á skemmtikvöld Landsstjórnar á flokksskrifstofu framsóknarmanna á Hverfisgötunni.

Fimmtudagur 25. nóvember

Kl.11:30-13:00 var mín vakt á forsetastóli.

Nokkuð hörð umræða var að aflokinni utandagskrárumræðu um dragnótaveiðar sem varð til þess að ég vék ráðherra úr ræðustóli.

Um kvöldið kom Hákon í mat.

Miðvikudagur 24. nóvember

Kl.8:30 hófst fundur í heilbrigðisnefnd Alþingis.

Kl.14 hófst fundur á Alþingi á umræðum um störf þingsins.

Kl.15:00-16:30 var mín vakt á forsetastóli.

Þriðjudagur 23. nóvember

Kl.9:30 fór ég í klippingu til Lilju í Greiðunni.

Kl.11 hitti ég Dag Wernö Holter, sendiherra Noregs.

Kl.13-15 var þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Kl.15 hófst þingfundur.

Kl.15:30-16:30 var fyrri vakt mín á forsetastóli á Alþingi.

Kl.18:00-19:30 var seinni vakt mín á forsetastóli.

Mánudagur 22. nóvember

Um miðjan daginn ók ég suður.

Mikil hálka var víða á veginum enda talsvert frost.

Um kvöldið komu Húni og Hákon í mat.

Sunnudagur 21. nóvember

Kl.10:00-13:00 var miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins á Hótel Húsavík.

Síðan lá leiðin um Akureyri, Dalvík, Ólafsfjörð og til Siglufjarðar.

Um kvöldið fór ég í kaffi til Sigga Steingríms og Sollu.

Laugardagur 20. nóvember

Kl.9-18 var samvinnufundur og miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins á Hótel Húsavík.

Á samvinnufundinum var skemmtilegt nefndarstarf þar sem við fórum yfir mögulegar breytingar á skipulagi flokksins.

Kl.20 hófst kvöldverðarboð framsóknarmanna á sama stað.

Guðmundur Bjarnason, fyrrum þingmaður og ráðherra, var heiðursgestur kvöldsins.