Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 13.-19. nóv. 2010

Föstudagur 19. nóvember

Kl.8:15 hófst fundur í sjóðnum Þú getur!

Um miðjan daginn lá leiðin norður á Húsavík þar sem miðstjórnarfundur og samvinnufundur Framsóknarflokksins verða haldnir um helgina.

Kl.20:30 Hófs miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins á Hótel Húsavík.

Fimmtudagur 18. nóvember

Morguninn fór í allskyns útréttingar.

Kl.11:30-13:00 var mín vakt á forsetastóli.

Kl.13 hófst fundur í heilbrigðisnefnd Alþingis.

Kl.15 var gerð útför Alexanders Alexanderssonar frá Fossvogskirkju.

Kl.17:30-19:00 var seinni vakt mín á forsetastóli Alþingis.

Miðvikudagur 17. nóvember

Kl.8:30-12:00 var fundur í heilbrigðisnefnd Alþingis.

Kl.13 var þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Kl.14 hófst fundur á Alþingi á umræðu um störf þingsins.

Kl.14:30 tók ég þátt í utandagskrárumræðum um stöðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en Vigdís Hauksdóttir, alþingismaður, var málshefjandi.

Spurði ég Ögmund Jónasson, dómsmálaráðherra, út í hvort til stæði að færa fjarskiptamiðstöðina og sérsveitina til lögreglu höfuðborgarsvæðisins, en hann sagði svo ekki vera.

Eftir umræðurnar bauð þingflokkur framsóknarmanna fulltrúum Landssambands lögreglumanna upp á kaffiveitingar og spjall í þinginu, en þeir höfð fylgst með umræðunum af pöllunum.

Þriðjudagur 16. nóvember

Kl.10 hófst samráðsfundur um byggingu nýs Landspítala.

Kl.12-13 var fundur í forsætisnefnd Alþingis.

Kl.13 hófst þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Kl.14:30 var utandagskrárumræða á Alþingi um sérfræðilæknaþjónustu þar sem ég var málshefjandi.

Guðbjartur Hannesson, ráðherra, var til andsvara.

Kl.18:00-19:30 var mín vakt á forsetastóli Alþingis.

Mánudagur 15. nóvember

Kl.7:30 vorum við Ragheiður Ríkharðsdóttir, alþingismaður, í beinni útsendingu í morgunútvarpinu á Rás 2 hjá Frey og Guðmundi að ræða um tillögur stjórnarandstöðunnar vegna skuldavanda heimilanna.

Kl.13-15 var þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Kl.15-17 fundaði heilbrigðisnefnd Alþingis.

Kl.17 var tími til að fara í sjósund en í dag var hitastig sjávar 1,1 gráða.

Sunnudagur 14. nóvember

Dagurinn fór í að vinna upp gögn sem hafa setið á hakanum.

Um miðjan daginn skruppum við Hákon í Hafnarfjörðinn til Simma til að skoða Nelson litla.

Laugardagur 13. nóvember

Kl.9:45-17:00 var haldið kjördæmisþing framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi.

Þingið var að þessu sinni haldið í íþróttahúsinu á Álftanesi.

Fín mæting var á þingið, skemmtilegt hópastarf og góðar umræður.

Í lok þings var kosið í stjórn kjördæmissambandsins og til miðstjórnar og stjórnmálaályktun samþykkt.

Kl.18 var fordrykkur á Veðurstofunni.

Kl.19:30 hófst árshátíð Jöklarannsóknarfélags Íslands(JÖRFÍ) í íþróttaheimili Þróttar í Laugardalnum.

Fjölmenni sótti hátíðina í tilefni þess að félagið er 60 ára í ár.