Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 6.-12. nóv. 2010

Föstudagur 12. nóvember

Kl.8:00-10:45 var ég  í Laugardalslauginni að aðstoða Sundsamband Íslands(SSÍ) en þar fer fram Íslandsmeistarmótið í sundi í 25 metra laug(ÍM25).

Kl.11-12 hljóp ég í skarðið í menntamálanefnd Alþingis.

Kl.12:15 hófst fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Seinni partur dags nýttist í ýmis erindi og í sundi og saunu með Heiði.

Fimmtudagur 11. nóvember

Kl.8:30 vorum við Kristján Þór Júlíusson, alþingismaður, í viðtali á Útvarpi Sögu um stjórnmálastöðuna.

Kl.12 var fundur í heilbrigðisnefnd Alþingis þar sem við ræddum safnliði.

Kl.13:30 hófst fundur á Alþingi.

Kl.15:00-16:30 var mín vakt á forsetastóli á Alþingi.

Í dag birtist frétt á vef Norðurlandaráðs um að Íslendingar setji hámark á magn transfitusýra í matvælum.

Hér er frétt af information.dk um transfitusýrumálið og frétt af jv.dk og frétt af tv2lorry.dk.

Miðvikudagur 10. nóvember

Kl.8:30-10:15 var fundur í heilbrigðisnefnd Alþingis.

Fór síðan í útvarpsviðtal á rúv um transfitusýrumálið fyrir hádegisfréttirnar.

Skrifuð frétt af ruv.is um málið.

Kl.13 var þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Seinni partinn fór ég í Hagkaup í Skeifunni í viðtal við rúv-sjónvarp vegna transfitusýrumálsins og í beina útsendingu á Rás 2 vegna sama máls.

Hér er sjónvarpsfréttin af ruv.is(dragið stikuna í tímann 14:47).

Skrifuð frétt af ruv.is um sjónvarpsfréttina.

Hér er frétt af visir.is þar sem fram koma efasemdir um að takmarka magn transfitusýra í matvælum með nýjum reglum.

Þriðjudagur 9. nóvember

Kl.9:30 var morgunkaffi Jöklarannsóknarfélags Íslands(JÖRFÍ) í Húsasmiðjunni.

Síðan skrapp ég í morgunkaffi á stofuna til pabba.

Kl.13 var þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Kl.14 hófst fundur á Alþingi á umræðum um störf þingsins.

Kl.17 hófst mín vakt á forsetastóli á Alþingi.

Í dag ákvað Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að settar verði reglur um hámarksmagn transfitusýra í matvælum.

Hér er frétt af visir.is um málið og frétt af mbl.is og sjónvarpsfrétt af ruv.is.

Hef ég flutt mál um svona reglur yrðu settar nokkrum sinnum á Alþingi.

Viðbrögð mín við ákvörðun ráðherra eru eftirfarandi" Ég fagna mjög þessum fréttum. Hér er um mikilvægt lýðheilsumál að ræða því við Íslendingar neytum of mikils magns transfitursýra. Ráðherrann á hrós skilið fyrir að taka af skarið með þessum hætti."

Árið hefur verið gjöfult og árangursríkt hvað varðar málflutning minn á Alþingi.

Á þessu ári hafa 4 mál mín fengið afgreiðslu á Alþingi eða hjá ráðherra.

Þau eru 1. bann við nektardansi(Alþingi samþykkti 23. mars), 2. að hafnar verði bólusetningar barna gegn pneumókokkum(Alþingi samþykkti 10. júní), 3. að gerð verði áætlun um ferðamennsku á miðhálendinu(Alþingi samþykkti 6. september) og 4. að settar verði reglur um hámarksmagn transfitusýra í matvælum(ráðherra ákvað 9. nóvember að slíkar reglur verða settar).

Finnst mér mjög líklegt að sjaldan eða aldrei hafi þingmaður fengið svo mörg mál samþykkt á svo skömmum tíma á þinginu.

Í dag birtist greinin Engin transfita eftir mig um transfitusýrur í Fréttablaðinu.

Mánudagur 8. nóvember

Kl.10 -11 tók ég viðtal.

Kl.11-12 var fundur í forsætisnefnd Alþingis.

Kl.13-15 var fundur þingflokks framsóknarmanna á Alþingi.

Kl.15 hófst þingfundur á óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra.

Kl.17:00-18:30 var fundur í stjórn Kjördæmissambands framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi.

Í kvöldfréttum rúv var frétt um transfitusýrur en ég er með mál á Alþingi um að takmarka magn þeirra í matvælum.

Kl.20-22 var aðalfundur Framsóknarfélags Seltjarnarness.

Sunnudagur 7. nóvember

Dagurinn nýttist í greinaskrif, vinnu við heimasíðuna og tiltektir.Um kvöldið var frétt á rúv um magn transfitusýra í örbylgjuupoppi, en ég er með mál fyrir þinginu um að takmarka magn þeirra í matvælum.

Laugardagur 6. nóvember

Kl.11-13 var morgunkaffi framsóknarmanna í Reykjavík á flokksskrifstofunni á Hverfisgötunni.

Var ég gestur fundarins og fjallaði um norrænt samstarf.

Kl.15 var afmælisveisla hjá Simma.

Kl.17 fórum við Heiður á frábæra tónleika Páls Óskars og Symfoníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói.