Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 30.okt.-5.nóv. 2010

Föstudagur 5. nóvember

Kl.8:30-10:15 var fundur í allsherjarnefnd Alþingis.

Kl.11 hófst þingfundur á umræðum um störf þingsins.

Kl.12:15 hófst rótarýfundur í Albertsbúð í Gróttu þar sem Gunnar Eyjólfsson, leikari, hélt erindi.

Um kvöldið fór ég í pizzuveislu.

Fimmtudagur 4. nóvember

Kl.9-10 sátu samstarfsráðherrar Norðurlandanna fyrir svörum á Norðurlandaráðsþinginu.

Nýtti ég tækifærið og spurði danska ráðherran, Karen Elleman(er dóttir Uffe Elleman Jensen, fyrrum utanríkisráðherra Danmerkur. Hann er Íslandsvinur sem veiðir lax hér árlega), um hvort ráðherrarnir hafi í hyggju að beita sér fyrir auknum rannsóknum á velferðarsviði.

Síðan hófst umræða um umhverfis-, mennta- og heilbrigðismál.

Kynnti ég tillögu velferðanefndar Norðurlandaráðs um hvernig bæta megi lífsskilyrði eldri borgara.

Kl.14 var þinginu slitið.

Átti síðan vakt á forsetastóli á Alþingi kl.16:30-18:00.

Hér er frétt frá því í dag á ruv.is.

Miðvikudagur 3. nóvember

Fyrir hádegi var almenna umræðan á Norðurlandaráðsþinginu á Grand hótelinu.

Kl.12:00-13:40 var ráðstefna um málefni fatlaðra á Nordica Hótelinu en í lokin var ég með samantekt um niðurstöður hennar.

Kl.14-16 var umræða um utanríkis- og varnarmálasamtarf Norðurlandanna á Grand hótelinu.

Tók ég þátt í umræðum um mikilvægi björgunarsamstarfs á Norður-Atlantshafinu.

Kl.16 hófst umræða um jafnréttismál.

Kl.18:30 voru verðlaun Norðurlandaráðs veitt í Óperunni.

Síðan var móttaka ríkisstjórnar Íslands í Listasafni Íslands.

Hér er frétt frá því í dag á mbl.is.

Þriðjudagur 2. nóvember

Kl.8-10 var fundur í flokkahópi miðjumanna í Norðurlandaráði á Grand hótelinu.

Kl.10-12 stýrði ég fundi velferðarnefndar Norðurlandaráðs.

Síðan gafst tími til að fara í viðtöl við norræna fjölmiðla.

Kl.12:30-13:45 var ég í pallborði um atvinnuleysi ungs fólks á Norðurlöndunum á Nordica hótelinu.

Kl.14:30 var 62. þing Norðurlandaráðs sett á Grand hótelinu.

Fyrst var leiðtogafundur þar sem forsætisráðherrar Norðurlandanna héldu erindi um grænt hagkerfi.

Síðan kynnti forsætisráðherra Finnlands, Mari Kivinemi, formennskuáætlun Finnlands fyrir norrænt samstarf á næsta ári.

Lauk umræðunni um kl.17:40.

Kl.20 hófst kvöldverður flokkahóps miðjumanna.

Hér er frétt frá því í dag í Fréttablaðinu.

Mánudagur 1. nóvember

Kl.10 hélt ég stutt erindi um íslensk stjórnmál fyrir norska embættismenn á Alþingi.

Kl.11 var blaðamannafundur á Grand hótelinu þar sem við Helgi Hjörvar og Álfheiður Ingadóttir kynntum Norðurlandaráðsþingið sem hefst á morgun hér á landi.

Hér er sjónvarpsfrétt ruv.is af fundinum.

Kynnti ég m.a. meginþema velferðarnefndar Norðurlandaráðs í ár um hvernig bæta megi lífsskilyrði eldri borgara.

Hér er frétt um málið að pressan.is.

Einnig kynnti ég tillögu Íslandsdeildar Norðurlandaráðs um auknar rannsóknir og bætta meðferð vegna mænuskaða.

Kl.13:30-16:30 fundaði stjórn miðjumanna í Norðurlandaráði.

Kl.17-19 var ráðstefna um bók Gunnars Wetterberg um hvort norræn ríki hafi hag að því að stórauka samstarf sitt og jafnvel verða sambandsríki í einhverri mynd.

Kl.19:00-19:40 var ég á fundi í valnefnd Norðurlandaráðs.

Sunnudagur 31. október

Kl.13 komu Húni og Elín Björk ásamt fjölskyldumeðlimum í heimsókn á Alþingi.

Þrjár kynslóðir voru í hópnum.

Sagði ég þeim frá húsbyggingum þingsins, þingstörfunum og fleira.

Laugardagur 30. október

Kl.11 tók ég að mér fundarstjórn á Norðurlandaráðsþingi æskunnar-Ungdommens Nordiske Råd(UNR) á hótel Loftleiðum.

Á þinginu voru samþykktar fjölmargar ályktanir s.s. um aðgerðir gegn atvinnuleysi ungs fólks á Norðurlöndnum.