Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 23.-29. október 2010

Föstudagur 29. október

Kl.12:15 hófst fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Kl.15 var Hrafnkell Helgason, fyrrum yfirlæknir á Vífilstöðum, jarðsunginn.

Hér er minningargrein sem ég skrifaði um hann í Morgunblaðið.

Kl.16:45 stýrði ég fundi Norðurlandaráðs æskunnar á hótel Loftleiðum.

Um kvöldið elduðum við Hákon tómata- og beikonpæ.

Fimmtudagur 28. október

Var á skrifstofunni fyrir partinn.

Kl.13 hófst aðalfundur LÍÚ á hótel Nordica.

Miðvikudagur 27. október

Kl.11:30 var sjósund.

Kl.13 var fundur þingmanna Suðvesturkjördæmis ásamt bæjarfulltrúum og embættismönnum í Mosfellsbæ.

Kl.15 var sambærilegur fundur í Kjósarhreppi og kl.17:00-18:30 í Garðabæ.

Dagurinn nýttist því í að heyra hvað helst brennur á kjörnum fulltrúum í sveitarfélögum í kjördæminu.

Þriðjudagur 26. október

Kl.13 var fundur þingmanna Suðvesturkjördæmis ásamt bæjarfulltrúum og embættismönnum á Seltjarnarnesi.

Kl.15 var sambærilegur fundur þingmanna í Hafnarfirði.

Vinnudeginum lauk síðan á fundi þingmanna kjördæmisins ásamt fulltrúum Álftaness kl.17:00-18:30.

Um kvöldið fórum við Hákon og mamma í mat til Ingunnar og fjölskyldu.

Þessi athyglisverða frétt var í Ríkissjónvarpinu í kvöld.

Mikilvægt er að stjórnvöld geri áætlun um að koma nýju efni á vellina.

Mánudagur 25. október

Kl.12 var sameiginlegur fundur þingmanna Suðvesturkjördæmis með sveitastjórnarmönnum í Kópavogi.

Fundurinn var haldinn í nýju og glæsilegu hjúkrunarheimili í Boðaþingi.

Fór síðan í miðbæinn í tilefni af Kvennafrídeginum.

Þar hitti ég Hildi systur en saman skruppum við í kaffi til Ingunnar systur.

Kl.17 var sjósund, en hitastig sjávar var 4,6 gráður í dag.

Í kvöld var frétt á ruv.is um transfitusýrumálið sem ég hef flutt nokkrum sinnum á Alþingi.

Hér er linkur á skriflega frétt um málið á ruv.is.

Aðalfundur Læknafélags Íslands skorar á Alþingi að samþykkja málið.

Hér eru ályktanir Læknafélags Íslands, en transfitusýruályktunin er nr. 10.

Sunnudagur 24. október

Um miðjan daginn fórum við Ingunn og mamma í góða göngu um Seltjarnarnesið.

Sá í fjölmiðlum að aðalfundur Læknafélags Íslands ályktaði til stuðnings máli mínu um að hámarksmagn transfitusýra í matvælum verði takmarkað.

Stuðningur þessi er mikilvægur og eykur líkurnar á að málið verði samþykkt á Alþingi.

Hér er linkur á transfitusýrumálið.

Laugardagur 23. október

Um morguninn var flug heim í gegnum Ósló.

Var komin til landsins um kl.15:30.