Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 16.-22. október 2010

Föstudagur 22. október

Um morguninn hófst fundur Baltneska ráðsins.

Stóð fundurinn til kl.18:30.

Á fundinum tók ég til máls um samstarfið í heilbrigðismálum, en Helgi Hjörvar um samstarf Norðurlandaráðs og Baltneska ráðsins.

Um kvöldið var athöfn þar sem veitt voru bókmenntaverðlaun, listaverðlaun og vísindaverðlaun Baltneska ráðisins . 

Fimmtudagur 21. október

Í dag lá leiðin til Riga í Lettlandi til að vera fulltrúi velferðarnefndar Norðurlandaráðs á fundi Baltneska ráðsins.

Umm kvöldið var athöfn þar sem Baltneska ráðið veitti heiðursviðurkenningar.

Miðvikudagur 20. október

Kl.8:30 var fundur í heilbrigðisnefnd.

Kl.13 var þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Kl.14 hófst þingfundur.

Kl.15:00-16:30 var mín vakt á forsetastóli á Alþingi.

Þriðjudagur 19. október

Kl.11:45 var fundur í Íslandsdeild Norðurlandaráðs.

Kl.13-14 var þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Kl.14 hófst þingfundur á Alþingi.

Kl.17:00-17:30 var mín vakt á forsetastóli á Alþingi.

Kl.18:00-20:30 var samráðsfundur um St. Jósefsspítala og Sólvangs í Hafnarfirði þar sem stjórnendur stofnunarinnar, þingmenn Suðvesturkjördæmis, heilbrigðisráðherra, embættismenn og stuðningsfélag stofnunarinnar fóru yfir hagræðingarkröfur í heilbrigðisþjónustunni.

Kl.20:30 fór ég á fund í Kvenfélaginu Seltjörn á Seltjarnarnesi.

Mánudagur 18. október

Kl.12 var fundur í forsætisnefnd Alþingis.

Kl.13 var þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Kl.15 hófst þingfundur á óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra.

Kl.15:30-16:00 tók ég vakt á forsetastóli Alþingis.

Seinni partinn var tími til að fara  í sjósund, en í dag var hitastig sjávar 8,8 gráður.

Sunnudagur 17. október

Fór um miðjan daginn í sund með Heiði.

Seinni partinn nýttist tíminn m.a. í æfingaakstur með Hákoni og í að hjálpa Húna og Elínu Björk að bera inn í íbúðina þeirra á stúdentagörðunum.

Laugardagur 16. október

Kl.11 var morgunkaffi framsóknarmanna á Digranesvegi 12 í Kópavogi.

Var síðan í tiltektum því Hákon var með veislu fyrir MR-bekkinn sinn í gær.

Um kvöldið fór ég í matarboð.