Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 9.-15. október 2010

Föstudagur 15. október

Kl.12 var fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Kl.13 var fundur í Læknaráði Landspítala-háskólasjúkrahúss þar sem rætt var um hagræðingakröfurnar sem gerðar eru til spítalans í fjárlagafrumvarpinu.

Hér er ályktun sem var lögð fyrir fundinn.

Um kvöldið fór ég í matarboð.

Fimmtudagur 14. október

Kl.9:45 kom 6-R úr MR í heimsókn á Alþingi.

Kl.10:30 hófst þingfundur á Alþingi.

Kl.15:00-15:30 var mín vakt á forsetastóli.

Kl.17 var móttaka þingflokks framsóknarmanna fyrir fulltrúa á Fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna á Hótel Nordica.

Miðvikudagur 13 .október

Kl.13 hófst þingflokksfundur framsóknarmanna.

Kl.14 hófst þingfundur.

Í dag mælti ég fyrir þremur málum, sem ég er fyrsti flutningsmaður að, á þinginu.

Þau er þessi: þingslályktun um heimsóknir til eldri borgara í forvarnarskyni, þingsályktun um rýmri fánatíma og þingsályktun um að takmarka transfitusýrur í matvælum.

 Þriðjudagur 12. október

Kl.9 var morgunkaffi Jöklarannsóknarfélagsins(JÖRFÍ) í Húsasmiðjunni.

Kl.12 var fundur í forsætisnefnd Alþingis.

Kl.14 hófst þingfundur á óundirbúnum fyrirspurnum þar sem ég spurði Guðbjart Hannesson, heilbrigðisráðherra, um hvort unnt sé að fara hægar í hagræðingaaðgerðir í heilbrigðisþjónustunni.

Hér er frétt af mbl.is um svarið.

Kl.20:00-22:30 var formannafundur framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi haldinn í félagsheimili framsóknarmanna að Digranesvegi 12 í Kópavogi.

Mánudagur 11. október

Kl.7:30 vorum við Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður, í beinni útsendingu á Bylgjunni að ræða hugmyndir sem birtast í fjárlagafrumvarpinu um hagræðingu í heilbrigðisþjónustunni.

Kl.13 hófst þingflokksfundur framsóknarmanna á Alþingi.

Kl.17. skrapp ég í sjósund, en í dag var hitastig sjávar 9,7 gráður.

Sunnudagur 10. október

Fór í bæinn um miðjan daginn.

Kl.15 var afmæliskaffi hjá Húnboga, eldri.

Um kvöldið fórum við Hákon í ökuæfingatíma.

Laugardagur 9. október

Dagurinn nýttist m.a. í göngu um Búðarhraunið.

Veðrið var með eindæmum gott, sól og 15 gráður hiti.

Um kvöldið eldaði Ingunn veislumáltíð að venju.