Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 18.-24. sept. 2010

Föstudagur 24. september

Kl.8:30 var fundur í -Þú getur-.

Kl.12:15 hófst fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Seinni partinn var fjölskyldukaffi í tilefni afmælis Steina.

Fimmtudagur 23. september

Kl.11 var viðtal á Alþingi.

Vann síðan á skrifstofunni.

Seinni partinn lá leiðin í klippingu í Greiðunni.

Miðvikudagur 22. september

Kl.8 hófst fundur valnefndar Norðurlandaráðs.

Kl.9-12 stýrði ég fundi velferðarnefndar Norðurlandaráðs.

Seinni partinn tökum við lestina yfir Eystrasaltið.

Kl.19:45 er flug frá Köben heim.

Hér er umfjöllun af mbl.is um breytingartillöguna sem ég er fyrsti flutningsmaður við þingsályktun þingmannanefndarinnar, sem fjallaði um bankahrunið, um að ráðherrar séu ekki þingmenn samhliða ráðherradómi, þ.e. að fullur aðskilnaður verði milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds.

Þriðjudagur 21. september

Kl.10 hófst fundur í stjórn miðjumanna í Norðurlandaráði.

Kl.13-15 var fundur flokkshóps miðjumanna í Norðurlandaráði.

Kl.15 hittum við, sem erum formenn nefnda Norðurlandaráðs, forsætisnefnd ráðsins.

Kl.16-18 stýrði ég fundi velferðarnefndar Norðurlandaráðs.

Kl.19:30 hófst kvöldverður sænsku landsdeildar Norðurlandaráðs í Malmö Börshus.

Mánudagur 20. september

Kl.10:30 hófst fundur á Alþingi.

Kl.13:15 var flug til Köben

Þaðan tókum við lestina til Malmö.

Á morgun hefjast fundir í nefndum Norðurlandaráðs.

Ég mun stýra fundi velferðarnefndar Norðurlandaráðs.

Sunnudagur 19. september

Um miðjan daginn fórum við Heiður í langan göngutúr um Seltjarnarnesið í blíðunni.

Veðrið nú í sumar og haust hefur verið afar gott.

Man ég ekki eftir betra veðri en í sumar.

Seinni partinn lá leiðin niður á Alþingi að lesa trúnaðargögn sem lögð voru fyrir þingmannanefndina sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið.

Um kvöldið skrapp ég til Hildar, systur.

Laugardagur 18. september

Dagurinn nýttist aðallega í að fylgjast með Hákoni keppa í haglabyssuskotfimi á trappinu á Iðavöllum, svæði Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar(SÍH).

Mótið tókst vel og lauk með lambalærisveislu.

Náði líka að fara um miðjan daginn að taka upp kartöflur með Leifi, bróður.