Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 11.-17. sept. 2010

Föstudagur 17. september

Kl.10:30 hófst fundur á Alþingi á umræðum um Landsdóm.

Kl.12:15 var rótarýfundur.

Eftir hádegi var þingfundi frestað, nokkuð óvænt, til mánudags.

Fimmtudagur 16. september

Hluti dagsins fór í að klára að lesa kynjagreininguna á skýrslu rannsóknarnefndarinnar um bankahrunið.

Seinni partinn fórum við Ingunn í góða göngu áður en við tókum upp kartöflur.

Miðvikudagur 15. september

Kl.10:30 hófst fundur á Alþingi.

Kl.14 hófst mín vakt á forsetastóli.

Um miðjan daginn hélt ég ræðu um þingsályktunina sem þingmannanefndin, sem fór yfir skýrslu rannsóknarnefndarinnar um bankahrunið, hefur lagt fram.

Seinni partinn fórum við Hákon í bæinn að snarla.

Þriðjudagur 14. september

Kl.9 var kaffi í Húsasmiðjunni hjá Jöklarannsóknarfélagi Íslands(JÖRFÍ).

Kl.10:30 átti að hefjast fundur á Alþingi, en hann dróst aðeins vegna ríkisstjórnarfundar.

Kl.14:30 var fundur stjórnarmeðlima í -Þú getur- ásamt tveimur gestum á hótel Borg.

Kl.17:20-19:00 var mín vakt á forsetastóli.

Mánudagur 13. september

Kl.10 var viðtal á Alþingi.

Kl.10:30 hófst fundur á Alþingi á umræðum um niðurstöður þingmannanefndarinnar sem fór yfir skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið.

Kl.13 hitti ég Ingu Hansen, fréttamann grænlenska sjónvarpsins og ræddi við hana um samskipti Íslands og Grænlands.

Kl.15-16 var mín vakt á forsetastóli.

Kl.20:07 var ég í Kastljósinu á rúv-sjónvarpi ásamt þingmönnunum Margréti Tryggvadóttur og Guðlaugi Þór Þórðarsyni til að ræða um þau mál sem eru til umfjöllunar á Alþingi þessa dagana.

Hér er upptaka af þættinum.

Sunnudagur 12. september

Kl.10:50 var ég í beinni útsendingu í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni ásamt Árna Páli Árnasyni og Þorsteini Pálssyni(Vilhjálmur Egilsson var á símalínunni í hluta þáttarins).

Ræddum við um atvinnumál, niðurstöðu þingmannanefndarinnar um hvort kalla bæri saman Landsdóm og fleira.

Í hádeginu skrapp ég til Erlu og Húnboga.

Settist síðan niður við áframhaldandi lestur skýrslunnar sem þingmannanefndin skilaði af sér í gær.

Laugardagur 11. september

Kl.15 var þingflokksfundur á Alþingi þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson og Eygló Harðardóttir, fulltrúar þingflokks framsóknarmanna í þingmannanefndinn sem fer yfir skýrslu Rannsóknarnefndarinnar um bankahrunið, gerðu okkur grein fyrir niðurstöðum þingmannanefndarinnar.

Nefndin er öll sammála um að breyta þurfið fjölda laga í kjölfar bankahrunsins og láta fara fram rannsóknir á starfsháttum Sparisjóðanna og Lífeyrissjóðanna.

Einnig að gerð verði stjórnsýsluúttekt á starfsháttum Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins.

Starfsemi endurskoðenda verði einnig rannsökuð.

Sigurður Ingi og Eygló skýrðu fyrir okkur að þau, ásamt fulltrúum Vg og fulltrúa Hreyfingarinnar, telja að ákæra beri 4 fyrrum ráðherra.

Fulltrúar Samfylkingarinnar í nefndinni telja að ákæra beri 3 fyrrum ráðherra en fulltrúar Sjálfstæðiflokksins engan.

Kl.17 leit ég inn á samkomu Landssambands framsóknakvenna á skrifstofunni á Hverfisgötunni.

Kl.19 hófst bekkjarpartý 6-S, bekkjar míns í MR.

Hin seinni ár höfum við hist reglulega árlega og nú í ár erum við að hittast í annað sinn.

Tilefnið var m.a. að bekkjarsystir okkar, Helena Önnudóttir, er hér á landi um þessar mundir, en hún býr í Ástralíu.