Vefur Al˛ingis Senda tˆlvupÛst til Siv Vefur FramsÛknarflokksins Ganga Ì flokkinn VefslÛir fiingm·l LÌf og starf ¡lit DagbÛkin Greinar og rÊur Pistlar Myndir

    Líf og starf

    | Almenn kynning | Systkini | Börn | Menntun |
    | Starfsferill | Störf að félagsmálum | Íþróttaafrek |
    Áhugamál |Nefndir

    Siv Friðleifsdóttir heiti ég, fullu nafni reyndar Björg Siv Juhlin Friðleifsdóttir, og er fædd í Osló þann 10. ágúst 1962. Foreldrar mínir eru Björg Juhlin kennari, fædd 23. júní 1939 í Asker í Noregi og Friðleifur Stefánsson tannlæknir, fæddur 23. júlí 1933 á Siglufirði. Ólst ég upp á Seltjarnarnesi og bý þar enn. Um eins árs skeið bjó ég í Noregi. Þangað hef ég farið nánast öll sumur til að hitta ættingja mína. Á mínum yngri árum dvaldist ég talsvert hjá föðurömmu minni á Siglufirði. Á Seltjarnarnesi var ég í grunnskóla, Mýrarhúsa- og Valhúsaskóla. Þaðan lá leiðin í Menntaskólann í Reykjavík og í Háskóla Íslands. Vorið 1986 útskrifaðist ég sem sjúkraþjálfari og tók til starfa á Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra. Nokkrum árum síðar byrjaði ég að starfa sem sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari hjá Sjúkraþjálfun Reykjavíkur. Veturinn 1994-5 urðu stjórnmál mitt aðalstarf.

    Snemma árs 1990 fór ég í prófkjör fyrir bæjarstjórnarkosingar á sameinuðum lista á Seltjarnarnesi. Þann lista leiddi ég síðan í bæjarstjórnarkosningum vorið 1990 og 1994, og var bæjarfulltrúi 1990-1998. Haustið 1990 var ég kosin formaður Sambands ungra framsóknarmanna fyrst kvenna. Formennskan í SUF stóð í tvö ár 1990-1992. Haustið 1994 tók ég þátt í prófkjöri Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi og leiddi lista flokksins í kosningunum 1995. Vorið 1995 var ég kosin inn á Alþingi Íslendinga og endurkjörin 1999, 2003 og 2007. Í lok maí 1999 tók ég við embætti umhverfisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda í ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks og á ný eftir alþingiskosningar 2003. Gegndi ég þeim í rúm 5 ár samfellt eða til 15. september 2004. Þann 7. mars 2006 tók ég við embætti heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og gegndi því til 24. maí 2007. Þann 22. maí 2007-maí 2009 var ég formaður þingflokks Framsóknarflokksins á Alþingi. Frá maí 2009 hef ég verið ein af varaforsetum Alþingis, átt sæti í forsætisnefnd Alþingis, heilbrigðisnefnd Alþingis, stjórn Norræna menningarsjóðsins og verið formaður í velferðarnefnd Norðurlandaráðs.

    Á ég tvo syni, Húnboga og Hákon.

    Menntun:
    Stúdentspróf frá MR 1982.
    BS-próf í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands 1986.

    Endurmenntun Háskóla Íslands, leiðsögumannapróf norsku og ensku 2010.

    Starfsferill:
    Sjúkraþjálfari hjá Styrktarfélagi Lamaðra og fatlaðra 1986 - 1988.
    Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari hjá Sjúkraþjálfun Reykjavíkur frá 1988 - 1995.
    Um tíma sjúkraþjálfari meistaraflokks karla í handbolta hjá Víkingi.
    Bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi 1990 - 1998.
    Þingmaður frá 1995 til 27. apríl 2013.
    Umhverfisráðherra frá 28.mai 1999-15.sept. 2004.
    Samstarfsráðherra Norðurlanda frá 28.mai 1999-15.sept. 2004.

    Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra frá 7.mars 2006-24.mai 2007.

    Þingflokksformaður framsóknarmanna frá 22.mai 2007-apríl 2009.

    Störf að félagsmálum:
    Ritari Skólafélags MR (Scriba Scholaris) 1980 - 1981.
    Í ritstjórn Stúdentablaðs HÍ 1983 - 1984.
    Í stjórn Badmintonsambands Íslands 1984 - 1985 og 1998 - 2001.
    Í samstarfsnefnd Norræna félagsins og Æskulýðssambands Íslands 1986-1990.
    Í sambandsstjórn Æskulýðssambands Íslands 1988 - 1990.
    Í framkvæmdastjórn Norræna félagsins 1989 - 1995.
    Í bæjarstjórn Seltjarnarness 1990 - 1998.
    Formaður ungra framsóknarmanna 1990 - 1992.
    Jafnréttisnefnd Framsóknarflokksins.

    Í stjórn Viðskiptaháskólans á Bifröst 2004-2006.

    Í stjórn Þú getur! sjóðs um málefni geðsjúkra 2008-

    Í Rótarýklúbbi Seltjarnarness frá 2000.

    Forseti Rótarýklúbbs Seltjarnarness 2012-2013.

    Íþróttaafrek:
    Siv hefur keppt í badminton hér á landi og erlendis fyrir Íslands hönd.
    Íslandsmeistari í tvíliðaleik í unglingaflokki í badminton.
    Íslandsmeistari í tvenndarleik í A-flokki í badminton 1991,1999 og 2000.

    Áhugamál:
    Útivist, ferðalög, badminton, veiðar, mótorhjól, sjósund.
     

    Nefndir:
    Alþingi - utanríkismálanefnd 1995-1999, varaformaður 2004-2006.
    Alþingi - heilbrigðismálanefnd, varaformaður 1995-1999, 2004-2006, 2009-2011.

    Alþingi - velferðarnefnd 2011.
    Alþingi - félagsmálanefnd, varaformaður 1995-1999, formaður 2004-2006.

    Alþingi - Efnahags- og viðskiptanefnd 2004-2006.
    Alþingi - Íslandsdeild Norðurlandaráðs, varaformaður Evrópunefndar Norðurlandaráðs 1995 -1999.
    Alþingi - Vestur evrópu sambandið, íslenska sendinefnd VES 1995-1999.
    Alþingi - Íslandsdeild Evrópuráðsins, varaformaður 2004-2006.

    Alþingi-utanríkismálanefnd 2007-2009.

    Alþingi-allsherjarnefnd 2007-2009.

    Alþingi-forsætisnefnd 2009-2011.

    Alþingi-allsherjar- og menntamálanefnd 2009-2013.

    Alþingi-Íslandsdeild Norðurlandaráðs og formaður velferðarnefndar Norðurlandaráðs 2007-2013

    Stjórn Norræna menningarsjóðsins 2010-

    Dómnefnd vegna umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs vorið 2013-

    Bygginganefnd nýs barnaspítala Hringsins, formaður 1996 -1999.
    Starfsmatsnefnd um launamun kynja, formaður 1995 -1999.
    Nefnd um aukin hlut kvenna í stjórnmálum, formaður 1998-1999.


    Börn:
    Húnbogi Þorsteinsson, fæddur 24. janúar 1985.
    Hákon Juhlin Þorsteinsson, fæddur 18. maí 1993. 

    Systkini:

    Nafn

    Starf

    Fæðingardagur

    Ingunn Mai Friðleifsdóttir

    Tannlæknir

    31. maí 1964

    Árni Friðleifsson

    Varðstjóri

    25. maí 1968

    Friðleifur Kr. Friðleifsson

    Framkvæmdastjóri

    30. mars 1970

    Hildur Friðleifsdóttir
    hálfsystir

    Lögfræðingur

    22. nóv. 1956

    Stefán Friðleifsson
    hálfbróðir

    Neðangreindur texti er úr Dv þann 9. mars 2007:

    Starfsferill

    Siv fæddist í Ósló 10.8. 1962 en ólst upp á Seltjarnarnesinu. Hún lauk stúdentsprófi frá MR 1982 og BS-prófi í sjúkraþjálfun frá HÍ 1986.

    Siv var sjúkraþjálfari hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra 1986-88, starfaði sjálfstætt sem sjúkraþjálfari 1988-95, leiddi sameiginlegan lista við bæjarstjórnarkosningarnar á Seltjarnarnesi 1990 og 1994 og var þar bæjarfulltrúi 1990-98, var alþm. Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi 1995-2003 og í Suðvesturkjördæmi frá 2003, var umhverfisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda 1999-2004 og er heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra frá 7.3. 2006.

    Siv var ritari Skólafélgs MR 1980-81, sat í ritstjórn Stúdentablaðs HÍ 1983-84, í stjórn Badmintonsambands Íslands 1984-85 og 1998-2001, sat í samstarfsnefnd Norræna félagsins og Æskulýðssambands Íslands 1986-90, í Sambandsstjórn Æskulýðssambands Íslands 1988-90, í framkvæmdastjórn Norræna félagsins 1989-95, var formaður SUF 1990-92, sat í framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins 1990-92, í landstjórn flokksins 1990-2006 og í miðstjórn frá 1990, í jafnréttisnefnd Framsóknarflokksins, í nefnd um velferð barna og unglinga 1992, formaður nefndar um starfsmat til að minnka launamun kynjanna 1995-99, var formaður byggingarnefndar barnaspítala Hringsins á Landspítalalóðinni 1996-99, formaður nefndar um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum 1998-99 og sat í stjórn Viðskiptaháskólans á Bifröst 2004-2006.

    Siv sat í utanríkismálanefnd Alþingis 1995-99 og var varaformaður nefndarinnar 2004-2006, var varaformaður heilbrigðismálanefndar Alþingis 1995-99 og 2004-2006, var varaformaður félagsmálanefndar 1995-99 og formaður hennar 2004-2006, sat í Efnahags- og viðskiptanefnd 2004-2006, sat í Íslandsdeild Norðurlandaráðs, var varaformaður Evrópunefndar Norðurlandaráðs 1995-99, í íslensku sendinefndinn fyrir Vestur Evrópu sambandið 1995-99, sat í eftirlitsnefnd Norræna fjárfestingabankans 1995-99 og var varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsins 2004-2006.

    Siv var sjúkraþjálfari meistaraflokks karla í handknattleik hjá Víkingi um skeið. Hún keppti í badminton um langt skeið, varð Íslandsmeistari í tvíliðaleik í unglingaflokki og Íslandsmeistari í tvenndarleik í A-flokki 1991, 1999 og 2000.

     

    Fjölskylda

    Eiginmaður Sivjar er Þorsteinn Húnbogason, f. 24.9. 1960, viðskiptafræðingur. (viðbætur árið 2010; þau slitu sambúð haustið 2010)Hann er sonur Húnboga Þorsteinssonar, f. 11.10. 1934, fyrrv. ráðuneytisstjóra í félagsmálaráðuneytinu, og Jónu Vilborgar Jónsdóttur, f. 5.8. 1942, d. 30.9. 2002. Fósturmóðir Þorsteins er Erla Ingadóttir, f. 19.2. 1929, hjúkrunarfræðingur.

    Synir Sivjar og Þorsteins eru Húnbogi, f. 24.1. 1985, læknanemi við HÍ; Hákon Juhlin, f. 18.5. 1993, grunnskólanemi.

    Alsystkini Sivjar eru Ingunn Mai, f. 31.5. 1964, tannlæknir í Reykjavík en maður hennar er Sigurgeir Ómar Sigmundsson, lögreglufulltrúi alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra; Árni, f. 25.5. 1968, lögregluvarðstjóri í umferðardeild; Friðleifur Kristinn, f. 30.3. 1970, framkvæmdastjóri Iceland Seafood í Bretlandi en kona hans er Ólafía Kvaran hjúkrunarfræðingur.

    Hálfsystkini Sivjar, samfeðra, eru Hildur Kristín, f. 22.11. 1956, forstöðumaður lögfræðiinnheimtu Landsbanka Íslands en maður hennar er Þorbjörn Jónsson, sendiráðsritari við sendiráð Íslands í Genf; Stefán, f. 5.6. 1958, flugstjóri hjá Atlanta en kona hans er Sree Supramaniam.

    Foreldrar Sivjar eru Friðleifur Kristinn Stefánsson, f. á Siglufirði 23.7. 1933, tannlæknir í Reykjavík, og Björg Juhlin Árnadóttir, f. í Asker í Noregi 23.6. 1939, BA, BEd og kennari.

     

    Ætt

    Friðleifur er sonur Stefáns Jóns, verkamanns á Siglufirði Friðleifssonar, útvegsb. á Lækjarbakka og eins stofnenda Framsóknarflokksins Jóhannssonar, b. í Háagerði Jónssonar. Móðir Friðleifs á Lækjarbakka var Krstín Friðleifsdóttir. Móðir Stefáns Jóns var Sigríður Elísabet Stefánsdóttir, b. í Hofsárkoti Björnssonar, og Önnu Jónsdóttur.

    Móðir Friðleifs Kristins var Sigurbjörg, systir Þórarins, vatnsveitustjóra á Siglufirði. Sigurbjörg var dóttir Hjálmars, b. á Húsabakka í Aðaldal Kristjánssonar, b. í Ystahvammi Hjálmarssonar, b. á Laugarbóli í Reykjadal, bróður Jóns, föður Kristjáns fjallaskálds. Hjálmar var sonur Kristjáns, b. í Krossadal Jónssonar, bróður Jóns, ríka á Mýri, og Sigurðar á Gautlöndum, föður Jóns, alþm. á Gautlöndum, föður ráðherranna Péturs og Kristjáns og Steingríms alþm. Jón á Gautlöndum var einnig afi Haraldar Guðmundssonar ráðherra og Steingríms Steinþórssonar forsætisráðherra, og langafi Hjálmars Jónssonar dómkirkjuprests og fyrrv. alþm. Móðir Kristjáns í Ystahvammi var Sigurbjörg Þorgrímsdóttir, b. á Sveinsströnd Jónssonar. Móðir Sigurbjargar var Halldóra Guðmunsdóttir. Móðir Halldóru var Ólöf Hallgrímsdóttir, systir Jóns, langafa Björns, afa Hermanns Jónassonar forsætisráðherra, föður Steingríms Hermannssonar, fyrrv. forsætisráðherra. Systir Ólafar var Ingibjörg, langamma Kristjáns, afa Jónasar frá Hriflu. Móðir Hjálmars á Húsabakka var Kristjana Ólína Guðmundsdóttir, b. í Sandfellshaga Einarssonar. Móðir Sigurbjargar Hjálmarsdóttur var Kristrún Snorradóttir, b. á Geitafelli og eins af hvatamönnum að stofnun Kaupfélags Þingeyinga Oddssonar, b. á Langavatni Þórðarsonar. Móðir Snorra var Guðrún Snorradóttir, b. á Stórubrekku, bróður Vatnsenda-Rósu og Sigríðar, langömmu Sigurðar Nordal og Jónasar Kristjánssonar læknis, afa Jónasar, fyrrv. ritstjóra DV. Snorri var sonur Guðmundar, b. í Fornhaga Rögnvaldssonar, og Guðrúnar Guðmundsdóttur, b. í Lönguhlíð Ívarssonar, bróður Björns, föður Halldórs, langafa Björns, afa Tryggva Þórhallssonar forsætisráðherra.

    Foreldrar Bjargar Juhlin voru Arne Juhlin, verktaki í Asker og Nordstrand við Ósló, og k.h., Inger Marie Juhlin. Föðurætt Bjargar er frá Ívsborg í Svíþjóð og hafa ættfeður þar gjarnan verið prestar og kennarar. Móðurætt Bjargar er frá Hallingdal og hafa þeir ættfeður verið bændur á bæjunum í Haraldset, ofarlega í dalnum.

     

    Lausleg þýðing á skandinavísku á starfsferli:

    Siv Friðleifsdóttir er födt i Oslo 10. august 1962.

    Arbeid:

    Physiotherapaut hos Styrktarfélagi Lamaðra og fatlaðra 1986-1988.

    Physiotherapaut hos Sjúkraþjálfun Reykjavíkur 1988-1995.

    Medlem av kommunestyrelsen pa Seltjarnarnes 1990-1998.

    Parlamentariker  for Framsóknarflokkurinn pa Alþingi fra 1995.

    Miljöminister 1999-2004.

    Nordisk samarbeidsminister 1999-2004.

    Helse- og trygdeminister 2006-2007.

    Ordförer for den parlamentariske gruppe hos Framsóknarflokkurinn fra 2007.

    Komitéer:

    Alþingi-utenrikskomitéen, 1995-1999 og 2007-, viceordförer 2004-2006.

    Alþingi-helsekomitéen, viceordförer 1995-1999, 2004-2006.

    Alþingi-sosialkomitéen, viceordförer 1995-1999, ordförer 2004-2006.

    Alþingi- ökonomikomitéen, 2004-2006.

    Alþingi-justiskomitéen 2007-.

    Alþingi-Islandsdelegasjonen i Nordisk Rad 1995-1999 og 2007-, viceordförer Europakomitéen 1995-1999, ordförer  Velfærdskomitéen 2007-.

    Alþingi-Islandsdelegasjonen i Vesteuropeiske Unionen 1995-1999.

    Alþingi-Islandsdelegasjonen Europaradet, viceordförer 2004-2006.

    Byggningskomitéen hos barnesykehuset, ordförer 1996-1999.

    Komitée om likelönn mellom kvinner og menn, ordförer 1995-1999.

    Komitée om ökt andel kvinner i politik, ordförer 1998-1999.

    Sönner: Húnbogi Þorsteinsson og Hákon Juhlin Þorsteinsson.

     

     

     

    Flugstjóri

    5. júní 1958